20.8.2007 | 11:59
Vesturferð á vonlausum vegum.
Ég skrapp í Dýrafjörðinn um helgina. Í gegnum tíðina hef ég farið vestur í Haukadal í Dýrafirði nánast árlega en sumarið er ekki búið fyrr en ég hef farið vestur. Í árdaga þessara vesturferða, tók aksturinn eina 12 tíma en nú er þetta ekið á 6-7 tímum, eftir því hvort ekið er Djúpið eða Barðaströndin. Stytting tímans sem það tekur að aka þetta er þó ekki betri vegum að þakka; a.m.k. ekki hvað Barðaströndina varðar, heldur er búið að grafa göng undir Hvalfjörð og brúa Borgarfjörð og Gilsfjörð. Vegurinn um Barðaströndina er enn afar slæmur og Dynjandisheiðin varla leggjandi á venjulegan fólksbíl og þá sérstaklega nú, þegar varla hefur rignt í margar vikur. Vegurinn er harður og holóttur.
Ef til vill er það einmitt sjarminn við Vestfirðina hversu illfært er þangað. Það þarf einbeittan ferðavilja og átthagaást til þess að takast á við þessa vegi. Vestfirðirnir valda þó aldrei vonbrigðum, þótt vegirnir sú slæmir. Mér verður þó alltaf hugsað til þess hversu mikið væri hægt að gera varðandi ferðaþjónustu ef vegirnir yrðu lagaðir. Þetta landssvæði er að mínu mati eitt best varðveittasta leyndarmálið í ferðaþjónustu á Íslandi. Um það vitnuðu frönsku ferðalangarnir sem við tókum upp í bílinn á Dynjandisheiðinni sem áttu varla orð til að lýsa upplifun sinni í veðurblíðunni á Vestfjörðum. Það er því sannarlega kvíðvænleg tilhugsun ef setja á olíuhreinsunarstöð í Arnarfjörð. Þá yrði settur svartur blettur í hina dásamlegu og óspilltu náttúrufegurð sem þar er.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
-
omarragnarsson
-
attilla
-
konukind
-
kolbrunb
-
eddabjo
-
annabjo
-
helgasigrun
-
olinathorv
-
rheidur
-
steingerdur
-
annagisla
-
sifjar
-
berglist
-
reynirgudjonsson
-
gudrunmagnea
-
kjarrip
-
hhk
-
loathor
-
abg
-
asabjorks
-
astar
-
gattin
-
rustikus
-
saxi
-
ellasprella
-
eythora
-
fararstjorinn
-
lucas
-
kokkurinn
-
hemba
-
nonniblogg
-
kolbrunerin
-
hjolaferd
-
larahanna
-
lillagud
-
lindagisla
-
fjola
-
stebbifr
-
sveinni
-
steinibriem
-
thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi verður vegurinn eitthvað skárri þegar ég fer í Dýrafjörðinn ...... einhverntíman með haustinu
Anna Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.