Mikill munur á akstri mótorhjólamanna og kvenna.

Mér hefur stundum verið legið á hálsi fyrir gagnrýni á hraða einstakra mótorhjólaökumanna. Hvað sem segja má um það er ljóst að eitthvað mjög jákvætt er að gerast hjá þessum hópi ökumanna. Hraðinn hefur minnkað umtalsvert og og mér virðist sem þeir séu staðráðnir í að fara að öllu með gát. Ég ferðaðist mikið um þjóðvegi landsins um verslunarmannahelgina og einnig hef ég verið að fylgjast með akstri þessara ökutækja hér á Reykjavíkursvæðinu. Allt ber að sama brunni. Mótorhjólamenn hafa staðið sig með prýði og nú er það undantekning ef sést til hjóls sem ekið er á of miklum hraða. Auðvitað hafa alvarleg slys meðal mótorhjólafólks haft mikil áhrif á þá og okkur öll og ég veit að allir hjólamenn vilja komast heilir í gegnum umferðina án þess að slasa sig eða aðra. Það hafa þeir sannarlega sýnt í verki að undanförnu.

Ég vil nota þetta tækifæri til þess að votta aðstandendum þeirra mótorhjólamanna og annarra sem lsem látist hafa í umferðinni mínar innilegustu samúðarkveðjur og óska þeim sem slasast hafa góðs bata. Það er sama hvaða ökutæki við aðhyllumst; öll eigum við það sameiginlega markmið að vilja bæta umferðina og komast heil heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband