8.8.2007 | 09:07
Harðsperrur ættaðar úr Hvalfirði
Um helgina lagði ég land undir fót og arkaði upp á fjallið sem Glymur fellur fram af í Hvalfirði. Þetta var erfið ganga fyrir mig þar sem þetta er fyrsta fjallgangan eftir að ég jafnaði mig af aðgerð sem framkvæmd var í apríl. Harðsperrurnar létu ekki standa á sér og lofthræðslan ekki heldur. Það er eins og þessi fóbía ágerist með aldrinum. Gönguleiðin er nokkuð erfið - einkanlega grýtt en ég hafði það af með hjálp stóra drengsins míns og tengdadóttur sem voru eins og fjallageitur í göngunni og aðstoðuðu móður sína yfir mestu hætturnar. Þetta var skemmtileg ganga og það vakti athygli mína að við mættum útlendingum í miklum meirihluta á fjallinu. Nú þarf ég bara að æfa betur áður en ég held á Fimmvörðuháls en þar eru mun fleiri ógnir fyrir lofthrædda sál - en ekki óyfirstíganlegar.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu bara ekki orðin of gömul fyrir þetta Ransý mín ?
Þóra Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 20:37
Sú var nú tíðin Ranka mín að ég flaug þarna upp eins fjallageit með nokkrar penar flugfreyjur á eftir mér og meira að segja nokkrum árum yngri en ég. Það kom mér á óvart hvað gamlan ég, sem þá var líklega 35 ára, ja, raunar kona á besta aldri fór þettalétt á meðan þær ungu fikruðu sig upp eins og broddgeltir.
En ég þori ekki að lofa sama kraftinu núna; og fjarri því, efast um að ég kæmist 20 metra. Þannig að þu mátt vel við una,mín gamla og hressa litla systir.
Forvitna blaðakonan, 10.8.2007 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.