Undarlegar reglur koma niður á fatlaðri, einstæðri móður.

Góð vinkona mín, sem er lömuð og bundin hjólastól eftir umferðarslys, þarf að gjalda fyrir það að hugsa um börnin sín í stað þess að vera útivinnandi. Það birtist í því óréttlæti að hún nýtur ekki hámarksstyrks til bílakaupa. Þannig háttar til hjá TR að veittur er styrkur til bílakaupa. Slíkri styrkir eru tvennskonar; annars vegar 1.000.000 króna flatur styrkur, án tillits til verðs bílsins og hins vegar 60% af kaupverði bíls. Vinkona mín er tveggja barna einstæð móðir og getur því ekki unnið utan heimilis. Annað barna hennar er fatlað og því þurfa þau að njóta allra hennar krafta. Móðirin hefur ítrekað sótt um hærri styrkinn til þess að hafa möguleika á að kaupa bíl með lyftu fyrir hjólastólinn en alltaf verið synjað á þeirri forsendu að hún sé ekki útivinnandi sem er skilyrði TR fyrir hærri styrknum. Margir sem eru með sömu fötlun og vinkona mín fá hærri styrkinn þar sem þeir eru skráðir "útivinnandi" en í sumum tilfellum er aðeins um að ræða hlutastarf, jafnvel allt niður í tveggja stunda vinnu á dag. Móðirin þarf aftur á móti að aka börnum sínum til læknis, á íþróttaæfingar auk þess að þurfa að annast innkaup og slíkt. Það virðist ekki duga til þess að fá hærri styrkinn hjá TR. Nú er svo komið að unga, fatlaða, einstæða móðirin þarf nauðsynlega að endurnýja 10 ára gamlan bíl sem þarfnast mikils viðhalds en það er henni um megn, fjárhagslega, vegna þess að henni er synjað um hærri styrkinn.

Vonadi verður þessum reglum breytt enda engin sanngirni fólgin í reglum sem þessum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Ragnheiður, þetta er undarlegt. Kannast við svipuð dæmi, öðruvísi fötlun, og viðkomandi hefur verið haldið utan vinnumarkaðs í 15 ár, af TR og öðrum opinberum stofnunum. Viðkomandi hefur verið sigraður af kerfinu og gefist upp.

Þröstur Unnar, 2.8.2007 kl. 09:00

2 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Já, þetta er ömurlegt......Veistu líka að ef 2 öryrkjar gifta sig að þá skerðast bætur konunnar en ekki mannsins afþví að þá er hann framfærsluskyldur henni= ekki kvenréttindi í gangi á þeim bæ. Líka ef manneskja er öryrki eftir slys og fær bætur útaf slysinu þá lækka örorkubæturnar samhliða.....allt mjög fáránlegt. Ef manneskja er með ónýtt bak og læknisvottorð um 4 spengingar + það að vera með kölkun í liðamótum og getur ekki farið á staði eins og í búðir og annað gangandi, þá er það samt ekki nóg til að fá lægri bílastyrkinn. Foreldrar barna með adhd fá heldur ekki lágmarksumönnunarbætur afþví að þessi börn eru á gráu svæði hjá TR, þrátt fyrir að fá hjá þeim lyfjaskírteini fyrir rándýrum og þeim algjörlega ómissandi lyfjum. Þessi börn eru t.a.m oft mjög kostnaðarsöm þar sem þau tína hlutum og fleira í þeim dúr, fyrir utan sálfræði og lækniskostnað. Já þetta er allt hið undarlegasta mál.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 2.8.2007 kl. 10:11

3 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sonur þessarar vinkonu minnar er greindur með ADHD og hún fær ekki umönnunarbætur þótt þess sé full þörf. En það er rétt sem þú segir Elín, TR er tilbúið að niðurgreiða alls kyns lyf. Ég vona bara að TR kerfið verði endurskoðað því þeir sem mest þurfa á almannatryggingum að halda, njóta þeirra oft ekki í sama mæli og þeir sem eru á mörkunum, svo ekki sé talað um alla þá sem misnota kerfið.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 2.8.2007 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband