Það þarf kjark...

Það þarf kjark til þess að deila sárri, persónulegri lífsreynslu með almenningi. Það þekki ég vel. Sem betur fer ekki vegna þess að ég hafi gengið í gegnum tiltakanlega erfiða, persónulega lífsreynslu, heldur vegna kynna af viðmælendum mínum sem blaðamaður og fl. Ég hef tekið ótal viðtöl og skrifað ótal blaðagreinar um mjög erfið mál, auk þess sem ég kynntist mannlegum harmleikjum þegar ég var lögreglumaður. Þrátt fyrir alla þessa reynslu get ég aldrei sett mig í spor þeirra sem missa ástvina sína skyndilega og óvænt, hvort sem það er af slysförum eða af öðrum orsökum.

Sumir brotna undan slíkri lífsreynslu en aðrir bogna. Yndisleg samstarfskona mín úr hópi þeirra síðarnefndu kynntist ég uppá nýtt í vikunni. Þessa ungu, glaðværu og brosmildu konu hafði ég umgengist nær daglega í fjögur ár án þess að ég vita hið minnsta um líf hennar eða fortíð. Skyndilega kynntist ég henni uppá nýtt þegar ég las færslu á blogginu hennar sem ber yfirskriftina"Örlagadagurinn". http://www.lisatryggva.blog.is/blog/lisatryggva/entry/268234/ Þar segir þessi unga kona tæpitungulaust frá mikilli og erfiðri lífsreynslu sinni eftir að hafa horft á þátt Sigríðar Arnardóttur á sunnudagskvöldið var.

Ég dáist að þessari ungu konu og öllum þeim sem hafa þann kjark að deila erfiðri lífsreynslu með öðrum. Það kann að hljóma undarlega, en er þó engu að síður satt, að slíkar frásagnir hjálpa bæði þeim sem segja frá og hinum sem lesa eða horfa á/hlusta og hafa gengið í gegnum sömu lífsreynslu. Um það get ég vitnað þar sem allir mínir viðmælendur hafa sagt mér að sú staðreynd að þeir töluðu opinberlega um reynslu sína, hafi hjálpað þeim að takast á við sorgina.

Ég hvet alla til að lesa færslu þessarar yndislegu konu sem ég vísa til hér að framan. Það er mannbætandi lestur og fékk mig og marga aðra til þess að íhuga þessi erfiðu mál sem hún ræðir hreinskilnislega um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ein sterkasta kona sem ég þekki hún Lísa og hún hefur gefið mér margt þessi yndislegi ljósálfsklettur sem hún er.

Flott hjá þér Ragnheiður að vekja athygli á henni og hennar skrifum.

Ómar Ingi, 25.7.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband