23.7.2007 | 08:37
Garðvinna er sálar- og allra meina bót.
Eftir langvarandi letilíf í sólinni á Spáni var kærkomið að komast í garðvinnuna heima í Hafnarfirði. Ég bý svo vel að eiga stóran og góðan garð sem þarfnast grænna handa reglulega. Mér til furðu í fyrstu, hafði grasið lítið sprottið þær tvær vikur sem ég var í burtu og annar gróður var orðin fremur litlaus. Ástæðan er augljós; of lítil væta, nánast engin. Garðvinnan hafði þau áhrif á líkama og sál að hvorutveggja komst í jafnvægi eftir annasama og streituvaldandi daga í vinnunni fyrir helgi. Blöðrur á höndum og harðsperrur í útlimum, er vel gleðinnar virði þegar ég virti garðinn minn fyrir mér á eftir.
Nú taka við fleiri annasamir dagar eins og alltaf á þessum árstíma, þ.e. þegar umferðin er í hámarki.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 37699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ranka mín, þér er velkomið að heimsækja garðinn minn ef þú þarft að endurnýja líkama og sál aftur í bráð. Ekki get ég séðá þinum garði að hann þarfnist þinna grænu handa meira í sumar nema rétt til að halda honum við.
Ætlaði að bæta við hér á undan að ég tek undir orð þin með Njörð; hann er einstakur og allra skemmtilegustu tímar sem ég hef verið í eru einmitt á námskeiðum hans um ritun íslenskrar tungu. Ég bý að því alla ævi. Verst að hann er hættur og ekki hægt að skrá sig hjá honum lengur því maður getur endalaust af honum lært.
Forvitna blaðakonan, 23.7.2007 kl. 13:33
Ég þrái að eiga garð, ég á sko bara svalir. Lagði samt þetta fína grasteppi á þær en viti menn ég get bara ómögulega sett niður kartöflur En veistu hvað???? Kallinn minn og bróðir þinn voru saman í skóla, og bara ágætis vinir. En þú vissir það nú örugglega.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 24.7.2007 kl. 11:54
Hver er maðurinn þinn Katrín og með hvaða bróður okkar var hann skóla?
Forvitna blaðakonan, 24.7.2007 kl. 12:30
Einmitt það sem ég ætlaði að spyrja þig um!
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 24.7.2007 kl. 12:31
Kíkið á myndirnar á síðunni minni Hann heitir Björn og var með Davíð í Skógarskóla
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 25.7.2007 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.