Þreyttur leigubílstjóri.

Til mín hringdi leigubílstjóri sem sagði mér ótrúlega sögu af félaga sínum á stöðinni. Sá ók einungis á kvöldin og um helgar en stundaði aðra vinnu virka daga til kl. 17.00. Þessi ungi maður sagði hinum gamla og þrautreynda að hann hefði halað inn dágóða upphæð á akstri helgarinnar og það væri eingöngu vegna þess að hann hefði stundað leiguakstur alla helgina, frá 20.00 á föstudagskvöld og fram undir morgun á mánudag og það samfellt!  Ég hváði auðvitað og spurði hvort þetta væri ábyggilega sannleikanum samkvæmt og spurði jafnframt hvort leigubílstjórar þyrftu ekki að sæta reglum hvað varðar hvíldartíma, en sá reyndi í bransanum sagðist halda að svo væri ekki - alla vega hefði aldrei verið amast við mjög löngum vinnutörnum leigubílstjóra.

Af gefnu tilefni og fenginni reynslu síðustu daga, er ég einungis að tala um einn tiltekinn leigubílstjóra en ekki alla stéttina. Ég vona svo sannarlega að þetta sé einsdæmi og leigubílstjórar séu yfir höfuð óþreyttir og vel vakandi þegar þeir stunda atvinnu sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband