26.6.2007 | 08:38
Bloggið - áhrifaríkur miðill!
Það væri vægt til orða tekið að segja að lítil viðbrögð hafi orðið vegna umræðu minnar um ofsaakstur. Ég vil þakka öllum þeim fjölda fólks sem haft hefur samband við mig vegna umræðunnar og lýst yfir stuðningi við baráttu mína gegn ofsaakstri og hver konar ógn í umferðinni. Hvað sem segja má um ummæli mín er víst að mér gekk gott eitt til. Það vekur aftur á móti furðu mína hversu áhrifaríkur þessi miðill er; þ.e. blog.is. Margir þeir sem haft hafa samband við mig hafa tjáð mér að þeir veigruðu sér við að taka þátt í þessari umræðu af ótta við að fá yfir sig fúkyrðaflaum og órökstuddar ásakanir um fordóma og sleggjudóma.
Ég veit að þeir eru í miklum meirihluta sem fordæma hvers konar hraðakstur á götum og vegum þessa lands og í ljósi þess hvet ég alla til þess að taka höndum saman og sporna við óábyrgum akstri í umferðinni. Ég vil einnig hverja þá, sem sýnt hafa ójafnvægi í athugasemdum sínum, til þess að ræða þessi mál á málefnalegum grundvelli. Við náum aldrei árangri í baráttunni við umferðarslysin nema við sameinumst í þeirri viðleitni okkar að berjast gegn umferðarslysunum af yfirvegun.
Í dag verður gengið gegn umferðarslysunum á tveimur stöðum á landinu; í Reykjavík og á Akureyri. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til þess að ganga með okkur og sýna þannig í verki að okkur er alvara. Umferðarslysum hefur því miður fjölgað, þótt fjöldi banaslysa endurspegli það e.t.v. ekki Það sem af er árinu. Í mörgum tilfellum getur tilviljun ein ráðir hvoru megin móðu fórnarlömb umferðarslysa lendir. Í dag eiga margir um sárt að binda vegna afleiðinga umferðarslysa og þá ekki síst ástvinir hinna slösuðu. Hugur minn er hjá þessum einstaklingum og þeir munu fá hlýjar hugsanir í dag þegar ég og fleiri ganga til góðs í þessari eilífu baráttu.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.