Nú erum við öll samherjar. Göngum saman til góðs.

Á þriðjudaginn standa hjúkrunarfræðingar fyrir göngu gegn umferðarslysum í Reykjavík og á Akureyri. Nú er lag fyrir alla landsmenn að sýna samstöðu í verki og ganga til góðs, gegn hörmungum umferðarslysanna. Líklega þekkja fæstir afleiðingar umferðarslysa betur en hjúkrunarfræðingar. Þeir fá fórnarlömb umferðarslysanna inn á slysadeildirnar og þurfa ekki einungis að takast á við mjög alvarleg slys - heldur kemur einnig í þeirra hlut að sinna aðstandendum og hlúa að þeim.

Í starfi mínu í lögreglunni á árum áður stóð ég m.a. oft vaktir á slysadeild og fylgist þá með óeigingjörnu starfi þessa fólks. Ég hvet því sem flesta til þess að mæta í göngu hjúkrunarfræðinga.

Það er nú einu sinni þannig að öll óskum við þess heitast að ástvinir okkar komist heilir á leiðarenda í umgerðinni. Þar gildir einu hver staða okkar er í samfélaginu og hvaða farartæki við notum. Þegar allt kemur til alls - erum við öll samherjar í þeirri viðleitni okkar að sporna við umferðarslysum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 37844

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband