"Sniglar" og sniglar með hús á bakinu.

Það eru ótrúlegustu hlutir sem geta valdið misskilningi og rangtúlkun. VÍS hefur látið framleiða útvarpasuglýsingar um forvarnamál. Ein þeirra fjallar um eftirvagna og varnaðarorð til þeirra sem draga hjólhýsi, fellihýsi og aðra vagna. Margir hafa haft samband við mig og markaðsdeild VÍS vegna þess að þeir telja sig finna e.k. gagnrýni á Sniglana í texta auglýsingarinnar. Líklega eru vélhjólamenn ofurviðkvæmir þessa dagana vegna þeirrar  umræðu sem átt hefur sér stað um meintan hraðakstur þeirra og er það e.t.v. ástæðan. Varla þarf að taka fram að auglýsingum VÍS er sannarlega EKKI beint gegn Sniglunum eins og sjá má af þeim textanum í auglýsingunni, sem birtist hér orðrétt:

Atferli mannsins er margslungið. Sumir vilja vera einsog snigillinn, og hafa með sér hús á ferðalögum. Þessir einstaklingar festa þung hjólhýsi eða tjaldvagna aftan í ökutæki sín og halda svo út á þjóðvegina. En ólíkt sniglinum liggur þeim stundum svo mikið að þeir gleyma að þeir eru með lítil heimili í eftirdragi. Geta þeir stefnt lífi annarra einstaklinga í hættu, án þess að hafa hugmynd um það sjálfir.HIN SKYNI BORNA MANNESKJA KEYRIR VARLEGA MEÐ EFTIRVAGNA
VÍS - þar sem tryggingar snúast um fólk

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband