20.6.2007 | 08:24
Hvað borgar þú "svona" konu?
Þær eru vægast sagt ótrúlegar niðurstöður könnunar um launamisrétti kenna og þá einkanlega sú staðreynd, sem þar kemur fram, að konur ætli kynsystrum sínum lægri laun en körlum! Fyrir nokkru heyrði ég sögu af ungri konu, sem var nýútskrifaður lögfræðingur. Hún mætti í viðtal á virtri lögfræðistofu hér í borginni og var fyrst umsækjenda í viðtal við eiganda stofunnar, sem er karlmaður. Á meðan hún beið eftir viðtalinu var henni boðið sæti framan við skrifstofu lögmannsins, sem stýrði stofunni. Rifa var á hurðinni og heyrði stúlkan að maðurinn var að tala í símann. "Hvað borgar þú svona kvenlögfræðingi," heyrði hún manninn spyrja viðmælanda sinn í símann. Þessi unga kona gekk út. Hún fékk síðan gott starf annars staðar þar sem kvenfyrirlitning var ekki til staðar. Það var sem sagt ekki nóg með að hún bæri þann "annmarka" að vera kona - heldur var hún "svona kvenlögfræðingur." Ég vona að þetta sé einsdæmi en grunar samt að svo sé ekki.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl vinkona.
Ætli skýringin á þessu sé ekki sú að konur eru helmingur mannkyns - og ekkert endilega betri helmingurinn þó því sé stundum haldið fram í skjallræðum karla og sjálfshóli kvenna. Við erum aldar upp af feðrum okkar og undir áhrifum þeirra, bræðra okkar, eiginmanna og vina ekkert síður en mæðra okkar, systra og vinkvenna. Við erum einfaldlega hinn helmingurinn af heild sem er nú einu sinni eins og hún er.
Sennilega væri okkur hollast að stíga aðeins út úr þeirri sjálfsupphafningu að halda að við séum betur innréttaðar en karlar - það væri ágæt byrjun.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 20.6.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.