Stundum þarf svo lítið til.

Í starfi mínu fæ ég ótal fyrirspurnir og ábendingar um það sem betur má fara í öryggismálum einkanlega umferðaröryggismálum. Nú er ég að kanna öryggi gangandi vegfarenda fyrir áhyggjufulla foreldra á Álftanesi og í Hafnarfirði. Í báðum tilfellum háfa foreldrar áhyggjur af börnum sínum sem þurfa að fara yfir umferðarþungar götur á leið í skóla eða á íþróttaæfingar. Á Álftanesi þyrfti ekki annað en setja niður merkta gagnbraut, vel upplýsta, til þess að draga úr líkum á slysum á gangandi börnum. Í hinu tilfellinu er verið að ganga frá gatnagerð í nýju hverfi þar sem hægðarleikur væri að setja undirgöng, áður en lokið er endanlega við framkvæmdirnar. Í báðum þessum tilfellum hafa þeir foreldrar, sem hagsmuna hafa að gæta, sent viðkomandi sveitarstjórnum erindi með rökstuddum tillögum, en án árangurs hingað til. Stundum þarf ekki að kosta miklu til svo öryggi verði bætt. Nú ætla ég að fara á báða þessa staði, taka myndir og senda svo stuðningserindi til viðkomandi yfirvalda. Mín reynsla er sú að því fleiri sem þrýsta á aðgerðir - því meiri líkur á að eitthvað gerist. Því miður virðist það alltof oft gerast að slys "þarf" að verða til þess að brugðist verði við.  Í þessum tilfellum vilja foreldrar byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann og lái þeim hver sem vill.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband