Ölvaðir foreldrar undir stýri með barn í bílnum! Hversu lágt er hægt að leggjast?

Hvað er fólk að hugsa sem svona hagar sér? Foreldri sem gerist sekt um að aka undir áhrifum áfengis með barn sitt ætti að sæta kæru til barnaverndaryfirvalda. Þegar ég las þessa frétt rifjaðist upp fyrir mér tilfelli frá því ég var í umferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík. Eina nóttina um kl. 04.00 mældum við ökumann á 120 km hraða á leið heim til sín í Grafarvog. Þegar hann var stöðvaður kom í ljós að hann var einnig undir áhrifum áfengis. Með honum í bílnum var eiginkona hans og 2 ára barn sem svaf, án þess að vera í öryggisbúnaði, í aftursætinu. Í ofanálag var barnið með háan hita, þ.e. fárveikt! Þetta reyndist vera "venjulegt fjölskyldufólk" sem var á leið heim af skemmtun en hafði sótt barnið sitt í pössun og var á leið heim. Ég man ég skrifaði öfluga lögregluskýrslu um málið og krafðist þess að málið yrði einnig sent til barnaverndaryfirvalda. Það var reyndar gert en maðurinn var einungis dæmdur fyrir ölvunarakstur en ekki brot á barnaverndarlögum, sem hefði verið eðlilegt. Ég reyndi að fá skýringar á ástæðunni en fátt var um svör. Ég hvet alla sem þetta lesa til þess að tilkynna til Neyðarlínu ef þeir verða varir við ölvunarakstur svo ekki sé talað um ef börn eru í bílnum. Ómálga börn eiga rétt á að njóta fyllsta öryggis og þeir foreldrar sem gerast brotlegir hvað þetta varðar, eiga skilyrðislaust að sæta ábyrgð.


mbl.is Grunaður um ölvunarakstur með barn í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á hiklaust að taka mjög hart á svona málum og ég ráðlegg viðkomandi að leita sér hjálpar hjá SÁA þegar í stað.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 12:07

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Lægra er bara ekki hægt að leggjast að mínu mati !  Þvílíkt ábyrgðar- og  dómgreindarleysi

Anna Gísladóttir, 18.6.2007 kl. 12:17

3 identicon

Kíktu á þennan link, veit ekki hvort þetta er djók eða hvað

 http://www.hsl.is/news.php

Bessý.... (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband