Af helgarverkum.

Þótt umferðarmálin hefi verið fyrirferðarmikil í færslum mínum að undanförnu (og kemur ekki til af góðu) er þó margt jákvætt í gangi. Ég fór í Skorradalinn um helgina og átti þar góða daga í  frábæru veðri. Lagði parket, gróðursetti og kom svo heim tímanlega til að mæta á  landsleikinn í handbolta í Höllinni. Sú stund var ógleymanleg. Ég fór líka á Svíaleikinn á 17. júní í fyrra og stemmningin var meiri núna, þótt hún hafi verið mikil í fyrra. Ég þvoði líka bílinn minn sem ég hef trassað alltof lengi. Þá heimsótti ég aldraðan tengdaföður minn á Grund og tengdamóður mína í kirkjugarðinum í Grafarvogi. Nú taka við verkefni tengd umferðaröryggi í vinnunni. Spennandi verkefni sem vonandi vekur rækilega athygli á afleiðingum umferðarslysa og bjargar vonandi einhverjum mannslífum. Þá fer að styttast í fjögurra daga fjallgöngu á Hornströndum sem er tilhlökkunarefni eins og alltaf þegar ég geng á fjöll með vestfirskum vinum mínum.

Námsmaðurinn minn erlendis er í góðum málum; nú farinn að vinna sumarvinnu hjá Kaupmannahafnarborg og á því vonandi fyrir húsaleigunni næstu mánuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband