17.6.2007 | 22:29
Tekinn - og hvað svo?
Margir af þeim sem teknir eru fyrir ofsaakstur, halda því miður uppteknum hætti. Ég þekki mörg dæmi þess að tilteknir ökumenn, sem safnað hafa margföldum sviptingarfjölda af punktum vegna umferðarlagabrot, missa ekki ökuskírteinin þrátt fyrir það. Ástæðan er glufa í kerfinu. Menn eru farnir að kunna ýmsa klæki til að fresta sviptingunni. Það virðist vera nóg fyrir þá að neita brotinu, þ.e. rengja mælinguna og þá hafa þeir gálgafrest vegna þess að ef þeir neita brotinu, þarf að kalla alla málsaðila í skýrslutöku og það tefur málin. Þeir allra klókustu láta ekki ná í sig til skýrslutöku og þannig hlaðast upp mál á þá. Þessar upplýsingar hef ég frá rannsóknarlögreglumanni sem sýndi mér stóran bunka af málum á síbrotamenn sem ekki hafði tekist að klára vegna þessara annmarka í kerfinu. En þrátt fyrir að menn séu sviptir, virðist það ekki koma í vef fyrir að menn aki áfram. Vegna þessa tel ég afar mikilvægt að lögreglan fari að beita nýu ákvæði í umferðarlögum sem heimilar haldlagningu ökutækisins, ef um alvarlegt eða síendurtekið brot er að ræða. Mér þykir sennilegt að annar þeirra sem tekinn var af lögreglunni í Borgarnesi hafi einmitt misst ökuréttindin vegna hrað- eða ölvunarakstur, frekar en hann hafi aldrei öðlast þau. Ég segi bara: Guði sé lof að lögreglan í Borgarnesi náði að stöðva þennan glæpsamlega akstur áður en slys eða dauði hlaust af.
Tekinn á 140 km hraða undir áhrifum fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þetta er ótrúlegt og óhugnanlegt.
Steingerður Steinarsdóttir, 17.6.2007 kl. 22:44
Mér hefur verið frekar heitt í hamsi um helgina bæði út af fréttum og eigin reynslu af glæfraakstri (annarra) núna um helgina. Held að núna sé mælirinn fullur og æði margir sem sætta sig ekki við úrræðaleysi gagnvart því fólki sem ógnar lífi og limum annarra. Svo virðist sem mikið af örvandi fíkniefnum séu í umferð núna, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu og það þrátt fyrir nýlegan stóran fund slíkra efna. Mér líst bráðvel á að fjarlægja vopnin úr höndum brotamannanna, það getur tafið að þeir ógni fleirum og vonandi einnig ýtt undir að þeir finni botninn sinn (ef fíkniefni eru rót vandans) og leiti hjálpar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.6.2007 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.