15.6.2007 | 13:38
Dómur vegna ofsaaksturs hefur fallið sem byggður er á hegningarlögunum!
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, rakst á umfjöllun mína um ofsaakstur og hegningarlagabrot hér á blogginu. Hann benti mér réttilega á að ríkissaksóknari hafi fallist á að gefa út ákæru fyrir brot á hegningarlögum fyrir ofsaakstur, eins og hann taldi forsendu til að gera. Ríkissaksóknari fól embættinu jafnframt að fylgja málinu eftir og maðurinn var fyrir réttum mánuði dæmdur fyrir hegningarlagabrot og umferðarlagabrot vegna ofsaaksturs, sjá dóminn hér:
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200700611&Domur=2&type=1&Serial=1
Þetta mál vakti hins vegar ekki mikla athygli í fjölmiðlum, en þó var frá því greint í einu dagblaði eða tveimur. Þetta er auðvitað afarmikilvæg stefnubreyting af hálfu ákæruvaldsins og undirstrikar vel hversu alvarlegum augum lögreglan lítur þessi mál.
Þótt ég þykist fylgjast vel með umferðaröryggismálum, fór þetta fram hjá mér. Ég er auvitað mjög ánægð með þess stefnubreytingu og vona að þetta sé aðeins byrjun Stefáns Eiríkssonar á því sem koma skal; þ.e. að taka hart á brotum sem þessum.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eftir að ég birti ofangreinda færslu, báust mér upplýsingar um annan dóm sem fallið hefur vegna ofsaaksturs, byggðan á Hegningarlögunum. Hér er linkur á hann:
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200700531&Domur=2&type=1&Serial=1
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 15.6.2007 kl. 14:49
Ég er búin að lesa lýsingu á þessum brotum í dómunum að það er hreinlega ógnvænleg tilhugsun að hugsanlega geti fólkið manns eða maður sjálfur lent í að mæta fólki akandi um í þessu ásigkomulagi. Ég sé ekkert sem réttlætt getur að fólk sem hefur trekk í trekk verið staðið að öllum þessum umferðalagabrotum fái yfirhöfuð að keyra eitthvað stærra ökutæki en þríhjól!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.