500 hestafla ofurkraftur - til hvers?

Til hver í ósköpunum er Brimborg að flytja inn 500 hestafla ofurkraftmikinn bíl ef jafnvel starfsmennirnir geta ekki ekið honum af ábyrgð? Í tilkynningu frá Brimborg kemur fram að bílinn sé fluttur inn til þess að vekja athygli á þeirri ábyrgð sem fylgir því að aka kraftmiklum bílum. Maður veltir því fyrir sér hvað gerist  þegar menn, sem haldnir eru hraðafíkn, komast undir stýri á svona ökutæki, sem að mínu viti á ekkert erindi á íslenska þjóvegi. Ég geri ekki ráð fyrir að kaupendur Ford GT 500 hestafla sportbíls kaupi hann til þess að aka nota hann sem samgöngutæki. Það er löngu þekkt staðreynd að þeir sem kaupa sér kraftmikla bíla nota kraftinn líka við hraðakstur. Brimborg ætti heldur að eyða meira púðri í að vekja athygli á öruggustu bílum sem völ er á í heiminum; Volvo, og selja hann út á öryggið  fyrst og fremst.  Þegar bílar eru auglýstir í fjölmiðlum er oftast gert út á snerpu, kraft, flottheit, hraða og spennu. Sjaldan hafa bílainnflytjendur gert út á öryggi sem söluhvetjandi þátt.


mbl.is Missti stjórn á 500 hestafla ofursportbíl sem endaði á umferðarskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Veistu, ágæta Ragnheiður: Þetta er stóra auglýsingin hjá þeim! Og svo var ökumanninum boðin áfallahjálp, en í slíku felst að jafnaði atbeini sálfræðings og prests o.s.frv. ...

Hlynur Þór Magnússon, 15.6.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sei, sei. Ég græt krókódílatárum!

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 15.6.2007 kl. 11:48

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hvað gerir VÍS? Ef svona bíll er tryggður hjá VÍS og verður fyrir þannig tjóni að eigandanum er greitt út, hvað gerir VÍS þá við viðkomandi bíl? Selur hann til einhvers á Íslandi eða selur hann úr landi?

Birgir Þór Bragason, 15.6.2007 kl. 12:19

4 identicon

Eh, ef maður vildi vera smámunasamur þá er Fordinn nú 550 hestöfl en ekki 500... En síðan hvenær urðu starfsmenn Brimborgar hæfari ökumenn en aðrir? Þó einn slíkur hafi krassað bílnum þá segir það lítið um hættueiginleika bílsins.

En það þarf nú líklega varla að fjölyrða um hættueiginleika þess að hafa 550 hestöfl undir húddinu

Páll Jónsson (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 12:21

5 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Góð spurning, Biggi en svarið veistu. Við seljum hann á uppboði eða förgum honum, ef hann er ónýtur eða seljum í brotajárn. Þótt ég sé alfarið á móti því að svona kratfmiklir bílar komist í hendur óvita, sem ekki kunna með að fara, þá eru svona kraftmiklir bílar ekki ólöglegir á Íslandi. Vonandi finnast þó einstaklingar sem kunna að nota kraftinn á réttan hátt en ekki til kappaksturs eða ofsaaksturs.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 15.6.2007 kl. 12:48

6 Smámynd: Egill Jóhannsson

Sæl Ragnheiður

Það er mikilvægt þegar gagnrýni er sett fram eins og þú gerir (ég tek fram að gagnrýni er nauðsynleg) að allar staðreyndir séu réttar. Förum í gegnum það sem þú skrifar.

Þú segir;

1. Til hvers er Brimborg að flytja inn 500 hestafla ofurkraftmikinn bíl sem jafnvel starfsmenn geta ekki ekið. Svarið við þessu hefur ítrekað komið fram og markmiðið var mjög skýrt. Það er stundum þannig að þegar illa gengur í að ná markmiðum t.d. eins og að draga úr hraðakstri, þá þarf að brjótast út úr kassanum. Prófa nýjar leiðir. Það er Brimborg að gera og lagði gífurlega áherslu á umferðaröryggismál í fyrra og notaði til þess þennan bíl. Það var sennilega meira fjallað um bíllinn og um leið skilaboðin um að beisla kraftinn af ábyrgð en jafnvel það sem VíS hefur verið að gera. Öllu efni var safnað saman og árangur greindur. En eins og ég segi, þetta eru nýjar aðferðir og þær hugnast ekki öllum.

2. Varðandi að starfsmenn geti ekki keyrt þá eru þetta auðvitað ýkjur og ekki sæmandi að komi frá ábyrgri manneskju. Bíllinn kom til landsins í fyrra og var kynntur í júní 2006. Þá voru strax settar mjög strangar kröfur um hverjir mættu aka bílnum og farið yfir það hvað þyrfti að varast. Skilaboðin voru skýr að maður þarf að halda einbeintingunni 110% og á sama tíma vanmeta ekki aðstæður og ofmeta ekki eigin getu. Þessi skilaboð voru send á alla starfsmenn líka og auðvitað út í þjóðfélagið og sérstaklega t.d. til yngri ökumanna í gegnum bloggið, vef Brimborgar og á spjallsíðum þar sem ég tók sjálfur þátt í spjalli. Það þarf nefnilega að nálgast þá sem í mestri hættu eru og er ekki besta leiðin að gera það á þann hátt sem er spennandi fyrir þann hóp. Ég var einu sinni 17 ára og man vel eftir því hvað allt var spennandi vil bíla og ég er að nota þá minningu til að ná til yngri hópanna. Við vorum búnir að keyra bílinn næstum 2000 km. sem er mjög mikið á þessum bíl og algerlega án óhappa. En þarna verður starfsmanni á mistök (öllum getur orðið á mistök) og það er EKKi vegna hraðaksturs heldur vanmetur hann aðstæður og ofmetur eigin getu og við augnabliks missi á einbeitingu gerist slys.

3. Þú veist jafnvel og ég að það þarf ekki kraftmikinn bíl til að stunda hraðakstur ef við skilgreinum t.d. hraðakstur sem allt fyrir ofan löglegan hraða og jafnvel þó við skilgreindum hann t.d. yfir 130 km./klst.

4. Þú segir að Brimborg eigi að auglýsa frekar út á öryggi. þarna hefur þú alls ekki kynnt þér málið. Þó þú lúsleitaðir í okkar auglýsingum þá finndir þú ekki minnsta vott um hvatningu til hraðaksturs en aftur á móti ef þú leitaðir að vísbendingum um öryggi þá eru okkar auglýsingar fullar af þeim. Varðandi Volvo sérstaklega þá leggjum við gífurlega áherslu á að auglýsa öryggi Volvo, fjöllum mikið um öryggi á blogginu, einnig á vefnum okkar og ég held að þú getir varla fundið það bílaumboð sem leggur meira upp úr þeim málum. Skora ég á þig að koma með vísbendingar um annað og þá skal ég glaður breyta því í rétta átt.

Virðingarfyllst

Brimborg

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Egill Jóhannsson, 15.6.2007 kl. 12:55

7 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sæll Egill og takk fyrir athugasemd þína. Í fréttinni stendur:

"Að þessu sinni var krafturinn því miður ekki beislaður af ábyrgð – með öðrum orðum nægilegri varfærni sem nauðsynleg er þegar um bíl er að ræða sem maður þekkir ekki og er að aka í fyrsta sinn."

Við höfum ólíkar skoðanir á því hvernig vekja beri athygli á ábyrgð í meðferð kraftmikilla bíla. Þú segir sjálfur að aðferðir ykkar hugnist ekki öllum.  Þessi færsla var sett farm til þess að fá fram umræður og svo virðist sem það hefi tekist.

Ég mun fjallað síðar um vægi öryggis í bílaauglýsingum.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 15.6.2007 kl. 13:28

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kaninn hefur aldrei kunnað að smíða bíla sem kunna að stýra.

Þessar beljur eru út um allar götu og leita uppi hverja misfellu.

Iss, brúkið miklu frekar Volvo, hann kann að stýra.

Svo eru til ða markaðinum, sprækir bílar, sem kunna sko að stýra, BenZ,BMW og fjölmargir bílar frá meginladi Evrópu.

Að vísu er Helmuth búinn að kenna allmörgum bretum að stýra, svo sem RR, Bentley og jafnvel JAgúarnum. 

Iss Kanagreyin kunna ekkert fyrir sér í bílabransanum, fá allt frá Helmuth og félögum, svo sem innsp+ýtingarnar,  ABS, alvöru skiptingar og hvaðeina.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 15.6.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband