Ég tek ofan fyrir Ólafi Helga.

olafurH

Enn og aftur tekur Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður í Árnessýslu, af skarið og talar tæpitungulaust um aðgerðir til bættrar umferðarmenningar. Fyrir skömmu lýsti hann þeirri skoðun sinni að óverjandi væri að fela börnum akstur vélknúinna ökutækja og átti þar við að 17 ára ökumenn eru ennþá börn í skilningi laganna. Hann vill, eins og ég og fleiri, hækka ökuleyfisaldurinn í 18 ár og rökstyður það með því að mikill þroskamunur sé á 17 og 18 ára ungmennum. Nú gengur hinn skeleggi sýslumaður fram fyrir skjöldu og lýsir því yfir að hann ætli að láta reyna á nýtt ákvæði umferðarlaga sem heimilar haldlagningu ökutækis vegna alvarlegra ofsaaksturstilfella. Eftir því sem ég kemst næst ætlar hann að láta reyna á þetta ákvæði varðandi mennina sem óku á ofsahraða í Þingvallaþjóðgarðinum. Við, sem viljum koma böndum á ofsaakstursmenn og konur fögnum þessu framtaki Ólafs Helga og skorum á dómsyfirvöld að taka boltann á lofti frá Ólafi og dæma ökutækin af þessu ógæfufólki, öðrum til viðvörunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Mér finnst nánast með ólíkindum að lesa ummæli og bloggfærslur mótorhjólavitleysinga - rígfullorðinna manna - af þessu tilefni. Ég er búinn að lesa ýmsar glósur þeirra í garð sýslumanns sem snerta viðkomandi málefni ekki nokkurn skapaðan hlut, svo sem varðandi áhuga hans á tiltekinni tónlist, rop hans í fjölmiðlum, eins og komist er að orði, og sitthvað fleira í þeim dúr. Einhvern veginn hallast ég að því, þó að ljótt sé kannski að segja það, að a.m.k. nokkur hluti þessa mótorhjólafólks sé haldinn ákveðnum persónuleikaröskunum, sem ættu að leiða til þess að það hefði alls ekki ökuleyfi.

Hlynur Þór Magnússon, 15.6.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Óli Helgi rokkar feitt, eins og krakkarnir segja.

Auðvitað á að láta kné fylgja kviði.

Ólafur Helgi er hinn vænsti maður en gott yfirvald og nákvæmt.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 15.6.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband