14.6.2007 | 21:10
Ofsaakstur á að vera hegningarlagabrot.
Það gleymist oft í umræðunni um of hraðan akstur að ef hann leiðir til slyss, getur ökumaður átt það á hættu að fá á sig svokallaða endurkröfu. Ofsaakstur heyrir undir "vítavert gáleysi" og ef Endurkröfunefnd úrskurðar að svo sé, verður ökumaðurinn að greiða allan kostnaðinn, eða hluta hans, út eigin vasa. M.ö.o: Tryggingafélagið leggur út fyrir þeim skaða sem hann veldur en sendir síðan reikninginn á viðkomandi auk þess sem bótaréttur hans til slysabóta fellur niður. Þannig má ætla að þeir einstaklingar sem sátu undir stýri í þeim umferðarslysum að undanförnu sem sannarlega voru vegna vítaverðs gáleysis, fái engar slysabætur, þrátt fyrir að þeir verði hljóti e.t.v. líkamleg örkuml. Menn gera sér oft enga grein fyrir þeim fjárhagslega skaða sem þeir valda með gáleysi sínu og líklega vita þeir margir ekki að auk þess að missa bótaréttinn, þurfa þeir að greiða það tjón sem hlýst af akstrinum út eigin vasa. Slíkar endurkröfur hafa leitt til gjaldþrota margra ökumanna og fjölskyldna þeirra. Í fréttum í kvöld var skýrt frá því að annar þeirra ökumanna sem lentu í bifhjólalslysi á ofsahraða um helgina, hafði verið tekinn af lögreglunni á ofsahraða með son sinn 13 ára aftan á hjólinu! Maður veltir fyrir sér hvort svona menn eigi ekki að hljóta dóm sem byggður er á hegningarlögum. Hvað er þetta annað en tilræði við saklaust fólk! Það er löngu orðið tímabært að farið sé að beita hegningarlögum í svona tilfellum. Stefán Eiríksson lögreglustjóri lét á það reyna fyrir skömmu þegar hann sendi mál til ríkissaksóknara þar sem hann krafðist refsingar skv. hegningarlögum en fékk ekki hljómgrunn fyrir því. Það var vissulega miður því ég veit að flestir eru sammála um að ofsaakstur er glæpur sem þarf að uppræta með öllum ráðum.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála þér Ragnheiður að ofsaakstur á að varða við hegningarlög. Annars var ég að keyra frá Akureyri til Reykjavíkur í dag og verð að segja að það kom mér ánægjulega á óvart hvað fáir bílstjórar pirruðust út í bílstjórann (undirritaða) sem stillti krúskontrólið á 90 og hélt sig þar nema þar sem aðstæður buðu ekki upp á svo mikinn hraða. Fáir fóru fram úr en samt myndaðist ekki lest. Mér fannst það benda til að áróðurinn væri að skila sér
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.