14.6.2007 | 13:11
Radarvari aðvarar lögbrjótinn!
Til hvers eru radarvarar? Hver þarf á radarvara að halda sem virðir umferðarlög? Af hverju er þetta tæki selt hér á landi? Ég man ekki betur en fram hefðu komið tillögur frá Umferðarráði þess eðlis að banna ætti radarvara á Íslandi. Af hverju? Jú, einfaldlega vegna þess að radarvari er til þess eins gerður að hjálpa til við lögbrot, þ.e.a.s. hann lætur ökumanninn vita ef radar lögreglunnar er í nánd og aðvarar hann og hjálpar honum að komast undan því að fá umferðarlagasekt? En af hverju þarf ökumaðurinn á þessari græju að halda? Svar: Vegna þess að hann ætlar sér að aka yfir leyfilegum hámarkshraða og komast upp með það án þess að hljóta sekt! M.o.o: Radarvarinn nýtist aðeins við lögbrot þ.e. að aka oft hratt því þeir sem fara að lögum þurfa ekki á radarvara að halda. Svo einfalt er það. Ökumaður sem er með radarvara í mælaborðinu er að auglýsing fyrir ökumann sem ætlar að brjóta af sér, ekki satt? Það má líkja slíkum ökumanni við annan sem tekinn er á Laugaveginum með kúbein og grímu í vasanum. Hvað þarf sá maður á slíkum verkfærum að halda? Er ekki nokkuð ljóst að hann ætlar sér að brjótast inn? Ökumaður með radarvara í bílnum og maður með grímu og kúbein í bílnum. Báðir ætla þeir að brjóta af sér. Burt með radarvarana. Löghlýðir ökumenn þurfa ekkert á þeim að halda.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.