14.6.2007 | 09:07
Enn og aftur...
...fáum við fréttir af lögbrjótum sem stunda akstur á óskráðum og ótryggðum farartækjum um götur og vegi landsins. Oftast eru þetta unglingar eða jafnvel börn sem aka tækjum sem þau hafa jafnvel fengið að gjöf frá foreldrum sínum. Það er eitthvað mikið að foreldrum sem afhenda börnum sínum þessi tæki, án þess að kanna fyrst lög og reglur sem gilda um notkun þeirra.
Ók torfæruhjóli á kyrrstæðan bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ragnheiður. Ég, eins og eflaust margir aðrir, er með svona töffara í götunni hjá mér. Ég hef reynt að ná tali af þeim þegar ég ég á göngustígnum með barnavagninn eða að hjóla, en þeir þjóta framhjá eins og eldingar. Svo hef ég rekið niður númerið og sagt lögreglunni. Ekkert gerst þessi ár sem ég hef séð sama strákaskarann aka um á göngustígunum. Veit að lögreglan reynir sitt en þeir eru farnir þegar hún kemur.
Ég hef fengið ónot og hótanir frá þessum pjökkum. Einn kom með fl. fl. stráka á mig þar sem ég var með börnin með mér. Ég fékk aðstoð frá lögreglunni þá því mér leist ekki á það að vera með þrjú börn í götuslag við gutta.
Eftir að hafa sagt lögreglunni hvar þeir eiga heima, sagt þeim að ég hafi myndir af þessu aksturslagi þeirra, þó ekki væri nema sína foreldrum þeirra þetta, þá gafst ég upp á því að láta lögregluna vita. Fór því með lás á röltið á eftir þeim, skellti honum á afturhjólið á mótorhjólinu án þess að þeir áttuðu sig á því, gekk svo burt og lét lögregluna vita sem kom og tók málið að sér. Eftir að hafa marg, marg, kvartað og látið vita, haft vitneskju um hvar þeir búa og annað var ekkert gert! Hvers vegna veit ég ekki... En grunar að það sé ekki tími eða áhugi fyrir hjá lögreglunni að eltast við pjakka sem spæna á göngustígum og túnum.
Ég tók því mér þetta einkennilega vald. Veit það var kannski ekki rétt, en hvað á maður að gera? Það er reynt að fara eðlilegar leiðir og þessi óvenjulega dugði. Harmlaus og dugði. Spurning hvort ég kaupi lása á lögguliðið?
En. Það er komi tími að foreldrar hætti að láta aðra ala börnin sín upp og geri það sjálf. Það er ekki við börnin að sakast. Mamma og pabbi leyfa þetta...
Afsakaðu hvað ég hef þetta langt...
Sveinn Hjörtur , 14.6.2007 kl. 21:30
Ég er alveg sammála þér, Hjörtur. Hvað á fólk að gera sem reynt hefur margoft, árangurslaust, að fá lögregluna í lið með sér til að uppræta svona háttsemi. Ég fæ vikulega, og reyndar oft þessa vikuna, símtöl og tölvupósta frá hræddum íbúum sem segja sömu sögu og þú af samskiptum sínum við lögregluna. Kannski eru þeir of uppteknir við efnahagsbrot og önnur "alvarlegri" lögbrot en þau að vernda saklausa borgara gegn þessum ósköpum. En þetta er líka foreldravandamál og sjálf kynntist ég því þegar ég var í lögreglunni. Þá tókum við stundum svona óskráð og ótryggð hjól af unglingum og færðum þau og unglinginn á stöðina. Síðan voru foreldrar látnir sækja barnið og hjólið. En hvað gerðist? Fólk brást hið versta við og spurði hvort lögreglan hefði ekkert þarfara að gera en bögga blessaða litlu englana þeirra! Þegar viðhofið er svona hjá fólki, er e.t.v. komin skýring á áhugaleysi lögreglunnar. En ég er samt fullviss um að dropinn holar steininn og ef lögreglan er sýnileg og hefur afskipti af þessum krökkum, þá lagast ástandið smátt og smátt. En foreldrar eru samt alltaf ábyrgðaraðilinn.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 14.6.2007 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.