Verða sumir "sannleikanum sárreiðir?"

Síminn hefur varla þagnað í morgun eftir að ég kom fram í viðtali við  "Ísland í bítið" á Bylgjunni í morgun. Þar talaði ég, nokkuð tæpitungulaust, um ofsaakstur vélhjólamanna og hvað væri til ráða. Ég líkti síendurteknum ofsaakstri við hraðafíkn og talaði um að slíkt háttarlag væri jafn mikill glæpur og að ógna fólki með vopni. Ég lýsti einnig þeirri skoðun minni að ökumenn, sem hefðu gaman af að aka á ofsahraða, létu sér ekki nægja að fara reglulega á kvartmílubrautina eða önnur akstursíþróttasvæði til þess að fá útrás fyrir hraðafíkn sína - heldur notuðu þeir hvert tækifæri til þess að aka hratt og reyna kraftinn í bílnum sínum. Þar notaði ég líkingu af venjulegum fíkli, þ.e. þeim sem er háður áfengi eða öðrum fíkniefnum. Sá fer ekki einu sinni í viku á ákveðinn stað, milli 20.00 og 24.00 til þess að neyta fíkniefna/áfengis. Fíklar, hvort sem þeir eru haldnir hraðafíkn, áfengisfíkn, spilafíkn, eða reykingafíkn. Þeir stunda sína fíkn hvenær sem færi gefst. Ég er því fráleitt þeirra skoðunar að ökumenn, sem fara reglulega og spyrna á "öruggum svæðum" láti vera að gefa í á almennum vegum og götum. Sumir hafa haldið því fram að það að prófa ofsaakstur, þótt á löglegum stað sé, ýti aðeins undir áhuga þeirra á að aka hratt. Þar fái þeir "blóð á tönnina".

Símtölin sem ég hef fengið í morgun eru 90% afar jákvæð þar sem fólk er hjartanlega sammála mér en hin 10% samanstanda af karlmönnum á þrítugsaldri sem "missa sig" í reiði vegna "árása" minna á akstursíþróttamenn. Alltaf líkur þó símtölum í 10% flokknum á jákvæðum nótum þegar mann átta sig á staðreyndum málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú færð hrós dagsins frá mér Viðtalið við þig í morgun var frábært

Katrín Hin Káta (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 13:32

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæl. Nokkuð athyglisvert. En, ég held að þetta sé ef til vill eins og það þegar alka langar í áfengi. Þá langar hann í það núna! Fer eftir því og lætur freistinguna svala sér! Ég held að það sé fyrir löngu komin tími á það að viðurkenna það að aksturníð sé raunveruleikt vandamál. Það eru til dæmi þar sem menn fá mikið ,,kikk" út úr því að aka hratt. Þetta þarf að viðurkenna og taka á með fordómalausum hætti.

Ég hef séð það að tryggingarfélögin hafa mikið barist í forvarnarmálum, en er ekki komin tími á að ríkisvaldið viðukenni þennan vanda? Það held ég...

Sveinn Hjörtur , 13.6.2007 kl. 13:34

3 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Heyrði þetta ekki systir góð en hef aldrei skilið hvers vegna lögreglan stofnar lífi og limum manna í stórhættu með eftirför á ofsaakstri í stað þess að láta sitja fyrir svona mönnum. Þau eru ófá atvikin þar sem menn hafa hlotið bana af þannig eltingleikjum.

Ég er ekki að segja að þeir eigi að fá að vera í friði, en eltingaleikur við lögguna er ekkert nema spennandi í þeirra huga. Löggan verður að finna önnur úrræði en skapa slíka stórhættu á götum borgarinnar.

Forvitna blaðakonan, 13.6.2007 kl. 13:47

4 identicon

Ég hlustaði á þig og var ánægður með það sem þú hafðir að segja. Það er mín skoðun að þeir sem aðhyllast glæfra / ofsaakstur séu ekki bara athyglissjúkir, óþroskaðir og veruleikafyrrtir, heldur sé þetta fólk líka með mjög lága greindarvísitölu. Það þarf að beita mun strangari viðurlög við grófum brotum í umferðinni og dæma ökuníðinga í fangelsi.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 16:29

5 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Kærar þakkir fyrir uppörvandi orð. Þótt ég hafi vissulega fengið fremur óskemmtileg símtöl og tölvupósta í dag veit ég að ég á mér marga stuðningsmenn í baráttunni við ofbeldið í umferðinni. En á meðan það eru skiptar skoðanir veit ég að eitthvað er að gerast. Athyglinni er náð.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 13.6.2007 kl. 20:16

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þessir fíklar halda sig mikið á Mosfellsheiðinni á bilinu kl. 20-24, svei mér þá, a.m.k. hafa hjól brunað fram úr rútunni trekk í trekk undanfarið þegar við höfum keyrt í mestu löglegheitum frá Þingvöllum, eða til, með túrista. Og ég hef ekki getað séð númerin vegna hraðans. Er ekki hægt að siga Blönduósslöggunni á þessa ökuþóra? Það hlýtur að vera bara tímaspursmál hvenær einhver slasast.

Berglind Steinsdóttir, 13.6.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband