Eftirför - til hvers?

 

Ég leyfi mér að stórefast um að það borgi sig fyrir lögregluna að veita ökuníðingum eftirför. Í fljótu bragði man ég eftir þremur tilfellum þar sem eftirför lögreglunnar endaði með umferðarslysi þar sem annað hvort saklaust fólk, ökumaðurinn sjálfur, farþegar hans og/eða lögreglumennirnir slösuðust. Bifhjólamenn hafa oft sagt mér að það æsi marga  þeirra upp þegar þeir verða þess varir að lögreglan er á eftir þeim. Þetta get ég sjálf staðfest þar sem ég tók þátt í nokkrum slíkum eftirförum þegar ég var starfandi lögreglumaður í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Í þeim tilfellum sem ökumenn, hvort sem þeir aka bifhjólum eða bifreiðum, auka hraðann og aka á ofsahraða eftir götum og vegum, er að mínu mati ekkert annað að gera en meta aðstæður þannig að minni hagsmunir víki fyrir meiri hagsmunum sem eru auðvitað þeir að vernda mannslífin. Það er vissulega hart að láta ökuníðinga komast upp með slíkt tilræði við almenna borgara sem ofsaakstur er, en stundum þarf að meta hvort það sé réttlætanlegt að veita eftirför. Í mörgum tilfellum næst skráningarnúmer viðkomandi hjóls/bíls og því ekkert annað að gera en heimsækja skráðan eiganda daginn eftir! Að minnsta kosti þurfa að vera sterk rök fyrir því að aka á ofsahraða á eftir ökuníðingi og stefna þannig öðrum vegfarendum og lögreglumönnum í lífshættu. Það þarf vissulega að uppræta svona níðingsskap á vélknúnum ökutækjum en til þess þurfum við aðrar aðferðir. Hækkun sekta, harðari refsingar, haldlagning ökutækis og fl. í þeim dúr þar að skoða vel sem úrræði í þeirri baráttu en fyrst og síðast þurfa þeir aðrir félagsmenn í hinum ýmsu bifhjólasamtökum og bílaklúbbum að fordæma slíkt tilræði og veita þannig mikilvægt aðhald. Skv. lögum Sniglanna, t.d. er hægt að vísa mönnum úr samtökunum sem koma óorði á félagið í heild. Það mætti t.d. beita þeim viðurlögum oftar því nóg er af dæmunum. Þá þarf fólk að vera miklu iðnara við að tilkynna til lögreglu ofsaakstur og þá þarf lögreglan auðvitað að hafa úrræði til að bregðast við, þ.e. önnur en beina eftirför á ofsahraða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Eltingarleikurinn hver vinnur og hver tapar er ofuræsandi fyrir spennufíkla og þá aðila sem sjá í hendi sér að fá háar sektir fyrir hraðakstur... Gátu lögreglumennirnir í þessu tilviki,sem urðu fyrstir vitni að ofsaakstrinum ekki einfaldlega tekið númerin af hjólunum og beðið átektar? Að elta bifhjól vegna hraðaksturs er vítavert að mínu áliti og getur sett líf hins almenna borgara í hættu. Þeir sem ástunda ofsaakstur eru oft á tíðum andlegaskertir einstaklingar sem ættu aldrei að hafa fengið ökuskírteini.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 12.6.2007 kl. 17:07

2 identicon

Sammála Ragnheiður. Ég er reyndar alltaf sammála þér enda fáir sem tala jafn hreinskilið um svona mál og þú. Þegar þú tjáir þig um umferðarmál, hlustar fólk. Það er svo einfallt.

Magnús Kristinsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 21:19

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það er erfitt að segja hvað er rétt og hvað er best í svona málum. Einhvern veginn verður lögreglan að bregðast við . það er hennar hlutverk. Kannski er réttast að gera eins og vinnufélagi minn stakk upp á í gær að láta þá sem taka bifhjólapróf taka hálvitapróf þar sem metið væri út frá svörunum hvernig þeir væru líklegir til að haga sér á hjólinu og það próf væri jafnmikilvægt og hin.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2007 kl. 10:58

4 identicon

Veistu um einhver dæmi Ragnheiður, þar sem Sniglarnir hafa vikið félögum út vegna grófra umferðarlagabrota ? Ég leyfi mér að efast um það að svo sé, held að þetta sé bara fyrirsláttur hjá forsvarsfólki Sniglanna til að reyna að fegra svarta ímynd sýna gagnvart almenningi.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 12:18

5 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Nei, ég veit ekki um nein dæmi þess að vélhjóla og/eða bifreiðaklúbbar hafi vísað félagsmanni úr félagi(samtökum vegna ofsaakstur eða annarrar slæmrar hegðunar í umferðinni. Þeir ættu að nýra sér ákvæði eigin laga í því sambandi.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 13.6.2007 kl. 12:59

6 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Bið forláts kæra systir; las ekki þessa færslu á undan hinni en sé að þú ert sammála mér í meginn dráttum um eltingaleiki löggunnar. Það liggur í augum uppi að þegar löggan fer í eltinaleik á eftir ökuníðingum spennir hún þá fyrst upp og skapar þar með verulega hættu. Meiri hagsmunir verða að víkja þar yrir minni eins og þú nefnir.

Ég held því fram að misvitrir lögreglumenn hafi meira en lítið gaman af svona leikjum og þar innan um og samanvið séu ekki síður fíklar sem njóti hasarins og geta fengið útrás fyrir fíkn sína með lögreglumerkið að skálkaskjóli. Þeir menn eru lítið betri en viðurkenndir ökuníðingar - en þeir eru jú löggur og skáka í skjóli starf síns.

Forvitna blaðakonan, 14.6.2007 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband