Kæra í kærleiksanda???

Alveg er hún hreint með ólíkindum þessi kæra Þjóðkirkjunnar á hendur sr. Hirti Magna Jóhannssyni. Eftir öllum mínum kristilegu fræðum, er það umburðarlyndið og kærleikurinn sem á að vera leiðarljós presta en ekki illdeilur og kærur - og það innan eigin stéttar! Sjálf sagði ég mig úr Þjóðkirkjunni, skömmu eftir að ég fermdist. Þá var þjóðkirkjusóknarpresturinn minn búinn að senda mig heim með óútfylltan víxil og 100 jólakort. Dagskipunin var sú að ég yrði að selja öll jólakortin og fá nafn föður míns á víxilinn undir dágóðri upphæð til þess eins að fjármagna kirkjubyggingu þá er sóknarpresturinn, afar umdeildur,  átti síðar eftir að "þjóna" við í mörg ár. Þetta var á tímum atvinnuleysis og kreppu í samfélaginu og faðir minn með 7 manna fjölskyldu var atvinnulaus. Varla þarf að taka fram að hann varð sótsvartur af bræði þegar hann sá víxilinn og las nokkur vel valin orð yfir klerki. Við fermingarbörnin máttum arka um Bústaðahverfið í brunagaddi og bjóða jólakort til sölu - því það þótti ekki "sæmandi" fyrir okkur að koma með þau óseld til baka í fermingarfræðsluna. Sem sagt: Þetta varð til þess að ég sagði mig úr þjóðkirkjunni, ein og án áhrifa frá öðrum. Síðasta útspil hinna ríkisreknu þjóna Þjóðkirkjunnar, þ.e. að kæra meðbróður sinn í trúnni, hefur ekki aukið líkurnar á að ég gangi aftur til liðs við þetta ríkisbákn. Reynar orðið til þess að nokkrir vina minna hafa sagt sig úr Þjóðkirkjunni. Við þig vil ég segja þetta, ef þú ert að lesa þessi orð sr. Hjörtur Magni:  Líklega mun ég ég mín fjölskylda ganga til liðs við Fríkirkjuna - þessum ríkisreknu, sjálfskipuðu fulltrúum "réttlætisins" til áminningar um að þeir séu á miklum villigötum og sannarlega ekki boðberar kærleika og umburðarlyndis, eins og þeir eiga jú að vera og eru ráðnir til á launum frá hinu opinbera.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir trúa ekki á dómstólinn á himnum, svo mikið er víst; gengur allt út að peninga og aftur peninga.
Allir trúaðir einstaklingar verða að gera sér grein fyrir því að trú er persónulegt atriði á milli þeirra og guðs, skipulögð trúarbrögð er bara business og ekkert annað

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband