Hestamenn í sleppiferðum - til fyrirmyndar.

Það fór ekki hjá því að ég hefði rekist á nokkrar "sleppiferðir" um helgina, þ.e. hópa reiðmanna sem ráku hesta sína í haga. Í Skorradalnum voru a.m.k. þrjár sleppiferðir í gangi þar sem fjöldi hestamanna og hesta komu við sögu. Það vakti sérstaka athygli mína að nánast hver einasti knapi var með reiðhjálm auk þess sem varla sást vín á nokkrum manni. Af reynslu minni af slíkum ferðum, tel ég nokkuð víst að menn hafi skálað á áningarstöðum en svo mikið er víst að hafi menn verið að fá sér í tána, fóru þeir vel með það. Ég var auðvitað græn af öfund að vera ekki ríðandi þessa helgi en minn reiðskjóti er austan fjalls og þar ríð ég út reglulega. Ég heyrði samt í vinum sem eru að sleppa þessa helgi fyrir austan og menn áttu ekki orð yfir veðurblíðunni þessa sleppiferðardaga. En... til hamingju hestamenn fyrir að vera komnir langleiðina  með að hrekja þær sögusagnir að hestamennsku fylgi endilega fyllirí og vesen.

Þegar sumarið er loksins komið, finnst mér það hin mesta sóun að fara að sofa - einkum nú þegar dagurinn er langur og bjart fram á nótt. Eftir sumarhúsalífið, dró ég fram sláttuvélin og sló blettinn og aflífaði nokkrar köngulær sem höfðu ofið sér vefi um þveran og endilangan pallinn minn. Hafði ekki tiltakanlega samvisku yfir morðunum, enda köngulær þær lífverur sem ég óttast hvað mest. Hversu skynsamlegt sem það kann að hljóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband