Af hafnfirskum hjólreiðakonum.

Gamli DBS hjólreiðafákurinn var dreginn út úr bílskúrnum í gær. Á honum (gíralausum) hjólaði ég með hafnfirskum valkyrjum á milli menningarviðburða í Hafnarfirði í gærkveldi. Mætingin var þó ekki aðeins um 10% af félagskonum, þrátt fyrir dásamlegt veður. Bjartir dagar eru í Hafnarfirði núna og ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með bæjarbúa sem virtust a.m.k. ekki fjölmenna á viðburði. Málverkasýningar voru út um allan Fjörð auk þess sem boðið var uppá tískusýningu í miðbænum. Afleiðingar þessarar hjólreiðaferðar eru að koma fram á kálfum og lærum í dag, en andlega heilsan er góð eftir hressilegan hjólreiðatúr. Niðurstaðan eftir kvöldið í gær er sú að nú ríður á að fjárfesta í nýjum reiðskjóta - enda sá gamli farin að nálgast hálfrar aldar afmælið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú sért byrjuð að hjóla. Ég notaði aldrei hjólið mitt heima enn eftir að ég kom hingað út hjóla ég allra minna ferða.

Jökull (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband