7.6.2007 | 09:27
Leiðinlegur ávani sumra karlamanna.
Í starfi mínu á ég oft samskipti við almenning sem er að leita ráða varðandi ýmis málefni sem tengjast forvörnum og öryggismálum. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema hvað sumir karlmenn hafa þann leiða ávana að kalla mig elskuna sína, þótt ég viti engin deili á þeim. "Viltu athuga þetta fyrir mig, elskan" segja þeir gjarnan í tíma og ótíma. Þetta líkar mér afar illa, enda myndi ég aldrei kalla karlmann elskuna mína (nema auðvitað bræður og syni). ég gerði smá tilraun um daginn þegar mér var orðið nóg boðið yfir "elskulegheitunum" í ónefndum opinberum starfsmanni og kallaði hann elskuna mína á móti! Það féll ekki í góðan jarðveg og maðurinn varð nánast hvumsa og kvaddi mjög snubbótt eftir að ég hafði afgreitt erindi hans með þessum orðum: "Ég skal kanna þetta fyrir þig, elskan og hafa síðan samband við þig á morgun. Ertu sáttur við það, elskan?"
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig leggur þú til að segja í staðinn? Vinan eða vinur eftir því sem við á, eða er bara óþarfi að vera eitthvað að skreyta sig með vingjarnlegum athugasemdum. Sammála þó að ofnotkun á "elskan" er orðin talsvert áberandi, en vinur og vina finnst mér OK.
Halldór Egill Guðnason, 7.6.2007 kl. 09:34
Sæl Ragnheiður mín!
Ég hef, í gegnumn tíðina, notað þessi orð, minn og mín þegar ég tala við þá sem ég er vel málkunnugur og er hlýtt til - jafnvel þó ég hafi bara talað við þá nokkrum sinnum í síma, en ekki séð viðkomandi. Ég gerði það bara að gamni mínu að ávarpa þig á þennan hátt, en ég myndi ekki gera það fyrr en við værum orðin vel málkunnug.
Það væri gaman að heyra skoðun þína á þessu og eins athugasemdinni hér að ofan.
Kv. Þorsteinn (Þori ekki að segja Kær kv.)
Þorsteinn Erlingsson yngri, 7.6.2007 kl. 10:04
Mér þætti bara vænt um að vera ávörpuð á þennan hátt, þ.e. "Ragnheiður mín" en reyndar skiptir máli í hvaða samhengi það er gert. Ég nefndi aðeins þetta eina orð, "elskan" sem óviðeigandi í samskiptum ókunnugs fólks og næstum viss um að hvorugur ykkar vildi láta ávarpa sig á þann hátt.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 7.6.2007 kl. 11:03
Þetta er einhverskonar ávani hjá fólki. Mér leiðist líka þegar konur sem ég hef aldrei hitt kalla mig elsku í gegnum símann.
Ég hef stundum notað "félagi" - finnst það vera á jafnréttisgrunndvelli því karlar og konur eru félagar
Félagi minn Óli H. Þórðarson endar öll sín bréf á "góð kveðja". Það finnst mér nokkuð gott
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 7.6.2007 kl. 12:29
Ég er alveg skelfilega slæm með þetta. Ég kalla alla elskuna mína, góuna mína og vin minn. Stundum blöskrar meira að segja mér þessi ávani. Ég segi Jóna mín eða Jón minn við fólk sem ég hitti í gær. Mér til afbötunar hef ég að svona töluðu ömmusystur mínar á Vopnafirði sem ég elskaði umfram aðrar konur og kannski hef ég tekið þetta upp eftir þeim og ég get í einlægni sagt að mér er ekki illa við neinn og ég trúi því að ef þú treystir fólki og sýnir traust þitt og velvlja þá sýni það á móti allt það besta sem það á til. Kannski er ég barnaleg en skítt með það ég held að verri hlutir séu til.
Steingerður Steinarsdóttir, 8.6.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.