Hjólhesturinn virkjaður á ný

 

 hjol

Núget ég hlakkað til fimmtudagsins. Þá munum við, félagskonur í Hjólreiðaklúbbi hafnfirskra kvenna, hjóla um Fjörðinn á hjólhestum okkar. Ég gerðist meðlimur í félaginu í fyrrasumar og er það annað félagið sem ég geng til liðs við á sl. 14 árum en hitt félagið er Kattavinafélag Íslands. Fékk mig fullsadda af félagsstörfum eftir að hafa ritað fundargerðir í nokkur ár fyrir Lögreglufélag Reykjavíkur. Því virðingarheiti fylgdi ákveðin kvöð sem fólst í því að vélrita (á rafmagnsritvél) ársskýrslu formanns á fornmáli! Það var hafnfirsk vinkona mín, Svanhildur Konráðsdóttir, sem narraði mig í hjólhestaklúbbinn syðra og sé ég ekki eftir því. Hún hefur að vísu mætt illa, blessunin, verið upptekin við að leiða menningu yfir Reykvíkinga. Vonandi mætir hún á fimmtudaginn og tekur þátt í björtum dögum með okkur hinum, hafnfirsku drottningunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband