Varhugaverð einkavæðing.

logr

Mér brá í brún að heyra að nú séu uppi hugmyndir um að einkavæða lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustörf eru vandasöm störf sem krefjast mikillar þekkingar, reynsu og ekki síst menntunar. Í lögregluna þurfa að veljast úrvals menn og konur; fólk sem getur staðið undir miklu álagi við erfiðar aðstæður. Ég tala þar af reynslu - enda starfaði ég sem lögreglumaður í níu ár. Það var á þeim árum sem allar aðstæður í samfélaginu voru mun "mildari" en nú þekkist; þ.e. ekki var eins mikið um alvarleg afbrot, fíkniefni og gróft ofbeldi. Nú er öldin önnur og því væri nær að auka kröfur til lögreglumanna með meiri menntun í stað þess að slaka á þeim. Lögreglumönnum er gefið mikið vald og vandmeðfarið. Í starfið eiga því að veljast afburðamenn og konur. Dyraverðir geta að sjálfsögðu sótt um lögreglustarfið en þá þurfa þeir að gangast undir sömu inntökuskilyrði og aðrir. Ég vara því við öllum hugmyndum um einkavæðingu lögreglunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband