4.6.2007 | 11:26
Með hættuna í eftirdragi?
Á undanförnum árum hefur orðið mikil fjölgun á eftirvögnum í umferðinni og þá einkanlega hvers konar ferðahýsum eins og hjólhýsum, tjaldvögnum, fellihýsum o.s.fr. Það þótti nánast óhugsandi fyrir nokkrum árum að ferðast um með stórt hjólhýsi aftan í fjölskyldubílnum en sú tíð er löngu liðin með tilkomu betri vega og bundins slitlags á flestum fjölförnustu vegum landsins. Reynslan hefur þó sýnt að margir virðast ekki gera sér grein fyrir að ákveðnar reglur gilda um eftirvagna á Íslandi. Það eru t.d. takmörk fyrir því hversu þunga eftirvagna má hengja aftan í bíla og fer það eftir þyngd bílsins sem dráttartækis. Þær upplýsingar koma fram í skráningarskírteini bílsins og ætti því enginn að velkjast í vafa um þær reglur. Því miður virðist líka bera nokkuð á því að ökumenn horfi framhjá þessum reglum og beiti of litlum bílum fyrir of þunga eftirvagna. Slíkt ábyrgðarleysi kallar á slys og óhöpp. Aksturseiginleikar bílsins breytast mjög mikið þegar eftirvagn er tengdur honum og margir hafa litla sem enga reynslu af slíkum akstri á þjóðvegum landsins. Þá hefur reynslan sýnt að margir halda af stað með slík tæki í eftirdragi, þrátt fyrir að válynd veður þar sem reynslan hefur sýnt að eftirvagnar taka mikinn vind í sig því hætta á útafakstri og/eða veltu. Margir skirrast einnig við að setja útstandandi hliðarspegla á bíla sína, en sá búnaður er nauðsynlegur til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Dráttarbúnaði er viða ábótavant og þá vantar oft lögboðnar öryggiskeðjur milli dráttarbíls og eftirvagns. Mikil ábyrgð hvílir einnig á söluaðilum eftirvagna að upplýsa kaupendur um þær reglur sem gilda um drátt eftirvagna og þá þyngd sem draga má án sérstakt hemlabúnaðar eftirvagns. Heyrst hafa dæmi um söluaðila sem létta hjólhýsið/fellihýsið með því að taka ýmsan búnað úr því þannig að tækið vigti undir 750 kg. en það er hámarksþyngd eftirvagns, án sérstaks hemlabúnaðar. Hemlabúnaður eftirvagns
Allir eftirvagnar með leyfða heildarþyngd yfir 750 kg skulu búnir hemlum. Oftast er um að ræða svokallaða ýtihemla eða rafmagnshemla á vögnum með leyfða heildarþyngd 3500 kg. eða minna. Á þyngri vögnum skulu hemlar vera samtengdir hemlum dráttarbílsins.
Ekki er skylt að hafa hemlabúnað á eftirvagni með leyfða heildarþyngd 750 kg., eða minna. Rétt er að benda á að einungis stærstu og öflugustu fólksbílar (og jeppar) mega draga hemlalausa vagna sem eru sem næst 750 kg þungir.
Fólksbifreið og sendibifreið með eftirvagn má ekki aka hraðar en 80 km/klst. Bílar með óskráð tengitæki mega ekki fara hraðar en 60 km/klst. Enn munu vera í umferðinni nokkrir gamlir eftirvagnar, sem eru með leyfða heildarþyngd meiri en 750 kg og án hemla. Eru þeir frá þeim tíma áður en reglur voru settar um að allir eftirvagnar með leyfða heildarþyngd yfir 750 kg skuli búnir hemlum. Hámarkshraði með þessa eftirvagna er 60 km/klst en rétt er að benda á að ekki eru nema fáir bílar sem mega draga þessa vagna. Þá skal benda á að hætta getur skapast þegar bilar hemla með svokallaðan ABS
Þegar heim er komið vantar allan aukabúnað, m.a. vatnstank, gashylki og annan búnað sem þyngir eftirvagninn langt yfir leyfilega hámarksþyngd án hemlabúnaðar en leyfileg hámarksþyngd miðast alltaf við heildarþyngd.
eftirvagnsins.
Margir nýlegir fólksbílar eru búnir svokölluðum ABS (anti block system) hemlum. Eftirvagnar með ýtihemla eru sjaldan með þennan búnað. Þessi samsetning getur verið hættuleg þegar nauðhemlað er á miklum hraða á blautum vegi. Hjól bílsins stöðvast ekki þannig að hægt er að stýra bílnum við slíkar kringumstæður. Öðru máli gegnir um vagninn, sem missir veggripið og getur lagst fram með bílnum.
Þar sem nú fer í hönd einn mesti ferðatíminn er fólk hvatt til þess að huga að þessum málum í tíma.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.