Dýr var blandarinn allur.

Í hinu nýja lífi mínu og bónda míns, sem gengur út á heilsueflingu og hollustu í hvívetna, fjárfesti ég í blandara. Ég ákvað í fyrstu að festa ekki mikla fjármuni í þessu nytjatæki og valdi einn sem kostar 3.990 krónur í versluninni Max. Við fyrstu hræru stöðvaðist nýi blandarinn endanlega og því var ekkert annað að gera í stöðunni en skila honum. Ég fékk annað eintak og hafði framleitt einar sex hrærur þegar sá gaf einnig upp öndina. Á þessum tímamótum var ég orðin dálítið úrill og fór því með blandara hinn síðari og skilaði honum til föðurhúsanna. Við afgreiðsluborðið var elskuleg ung stúlka, ef erlendum uppruna, sem skildi illa ástkæra ilhýra málið. Hún lét mig bíða dágóða stund þangað til verslunarstjórinn kom á vettvang. Sá tók blandarann, orðalaust, og gaf stúlkunni fyrirmæli um að afhenda mér enn eitt eintakið af 3.990 kr. blandaranum. Síðan var hann rokinn. Þar sem ég hafði ekki á huga á að eignast einn ónýtan blandara í viðbót, lagði ég umtalsvert fjármagn í þetta þarfatæki og valdi stórvirka vinnuvél frá heimsþekktu vörumerki sem hefur ekki slegið feilpúst þjónar heilsueflingu okkar hjóna hnökralaust. Ég hefði gjarnan viljað fara með viðskipti mín annað eftir þessa reynslu en það reyndist ekki hægt, þar sem ég fékk ekki endurgreitt og varð því að skipta við Max og þeirra fólk þrátt fyrir skort á þjónustulund og gróflega misnotkun á mínum dýrmæta tíma sem fór í ferðirnar þrjár (með þeirri fyrstu) bið í hálftíma í allt og kostnað sem óneitanlega fylgdi þessu umstandi öllu. Ekki fékk ég svo mikið sem afsökunarbeiðni - hvað þá afslátt af blandaranum dýra og góða. Ég tel það fremur ólíklegt að við hjón venjum komur okkar í Max framtíðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Ég ætla ekki aftur í Max, fyrr en ég sé að þeir endurgreiða vöru ef mér líkar hún ekki.  Elko gerir það.

Ef ég vil fá topp þjónustu fer ég í fjölskyldufyrirtækið Einar Farestveit.  Þar hef ég alltaf fengið konunglegar móttökur.

Kári Harðarson, 5.6.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband