Hörmulegt slys ungu fjölskyldunnar

 

VatnsskarðÞegar ekið er um Hellisheiðina sjáum við á skilti að aðeins tveir hafa látist af völdum umferðarslysa það sem af er þessu ári. Það er auðvitað tveimur of mikið en engu að síður langt undir meðaltali. Það segir þó ekki alla söguna af hörmungum umferðarslysanna því fjölmargir slasast það alvarlega að líf þeirra verður gjörbreytt. Fréttir af alvarlegu umferðarslysi þar sem ung fjölskylda, foreldrar og ungabarna, slösuðust alvarlega minnir okkur enn og aftur á vígvöll umferðarinnar, eins og ég hef svo oft nefnt þjóðvegina okkar. Það er hreint til háborinnar skammar að vestrænt lýðræðisríki hafi ekki enn, árið 2007, tvöfaldað alla helstu þjóðvegi landsins. Í nágrannalöndum okkar myndi vegur eins og þjóðvegur eitt á Íslandi teljast sveitavegur, þ.e. vegur sem ætlaður er mun minni umferð en tíðast um hringveg okkar. Við getum ekkert annað gert en höfðað til eigin samvisku og gert allt sem í okkar valdi stendur til að slíkir harmleikir endurtaki sig ekki. Það er ekki laust við að ugg setji að mér þegar ég hugsa til mestu ferðahelganna sem framundan eru en reynslan sýnir að yfir sumartímann verða flest og alvarlegust umferðarslysin. Ég bið fyrir fjölskyldunni ungu og hvet alla til þess að sýna nú í verki að þeir geta lagt sitt vog á lóðarskálarnar til þess að umferðin verði betri. Mín heilræði til okkar allra er að aka alltaf eins og ástvinir okkar séu í bílnum sem fer á undan og kemur á móti okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband