31.5.2007 | 15:13
Eftir höfðinu dansa limirnir
Varla þarf að fara mörgum orðum um gildi þess að sýna gott fordæmi. Nærtækast er að nefna ábyrgð foreldra og annarra uppalenda í því sambandi. En fyrirmyndirnar birtast víða í samfélaginu; fólk sem komist hefur til áhrifa og valda; fólk sem setur lög og reglur sem það ætlast til að aðrir hlýði. Máltækið segir að eftir höfðinu dansi limirnir og því hljótum við að gera þær kröfur til boðbera fagnaðarerinda af ýmsum toga að þeir gangi á undan með góðu fordæmi - öðrum til eftirbreytni. En því miður virðist reyndin önnur í alltof mörgum tilfellum. Í starfi mínu sem forvarnafulltrúi fylgist ég eðlilega með notkun öryggisbúnaðar og jafnframt því fólki sem ég tel að eigi að vera fyrirmyndir annarra í þeim efnum. Þar ber fyrst að nefna foreldra og forráðamenn barna og ungmenna sem þráfaldlega sjást aka án bílbelta og hjóla án reiðhjólahjálma á sama tíma og þeir gera þær kröfur að börnin þeirra spenni beltin og noti hjálma. Á reiðhjólum sjást óvarðir kollar fullorðinna á meðan börnin bera hjálm á höfði. Hið sama má segja um ýmsa ráðherra og bílstjóra þeirra sem ég hef séð aka með beltin óspennt.
Varla þarf að minna þessa aðila á að í landinu eru gildandi lög um skyldunotkun bílbelta.
Það hlýtur að vera eitthvað mikið að þegar alþingsmenn þjóðarinnar hunsa þau lög sem þeir setja sjálfir en ætlast á sama tíma til þess að sauðsvartur almúginn virði þau. Getum við ætlast til að ungmennin okkar, áhættufólkið í umferðinni, noti þessi öryggistæki, á sama tíma og höfðingjarnir skirrast við því?
Umferðarslysin fara ekki í manngreinarálit og víst geta háir sem lágir örkumlast og dáið á vígvelli umferðarinnar. Við hljótum þó að gera þær kröfur til boðbera laga og reglna að þeir sýni gott fordæmi og noti allan þann öryggisbúnað sem sannað er að kemur í veg fyrir alvarlega áverka í slysum. Að öðrum kosti hætta börn og ungmenni að bera virðingu fyrir lögunum en sjálf skynja ég ákveðin teikn í þá veru þegar þau spyrja - eðlilega - hvort höfðingjarnir séu hafnir yfir lög.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.