31.5.2007 | 14:56
Eru læknar ekki búnir að uppgötva tölvupóstinn?
Enn bólar ekkert á símatali frá blóðmeinalækninum mínum - þrátt fyrir að ég hafi samviskusamlega hringt þann dag sem gefinn var upp sem "símadagur" og óskað eftir að komast á hinn eftirsótta símalista læknisins. Þangað komst nafnið mitt, en enn bólar ekkert á símtali frá Guðmundi Rúnarssyni, lækni, sem lútir enn á niðurstöðum ítarlegra blóðrannsókna sem ég var látin gangast undir. Þótt mig sé farið að gruna að niðurstöðurnar gefi ekki til kynna bráðdrepandi sjúkdóm, er það lágmarkskurteisi að skýra sjúklingnum frá niðurstöðunum. Hverjar svo sem þær eru. Mér tókst í dag að veiða út úr símadömunni á læknastofunni tölvunetfang læknastöðvarinnar (fékk auðvitað blákalt nei, þegar ég óskaði eftir netfangi Guðmundar læknis) og sendi póst á manninn í þeirri vona að pósturinn bærist til hans í áframsendingu. Nú bíð ég spennt, því niðurstöður rannsóknanna kveða upp úr með það hvort ég geng á Hornstrandir í góðra vina hópi í sumar. Varla fer ég að æða á fjöll, eigandi á hættu að slasa mig og jafnvel blæða út uppá öræfum! Það er því undir Guðmundi Rúnarssyni blóðmeinalækni komið hvort ég geng á Hornstrandir í sumar. Og hana nú.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
JÁ, það er illt að eiga allt sitt undir læknum. Ég var oft orðin ansi þreytt á að elta þá háu herra vegna upplýsinga sem ég þurfti í einhver greinaskrif. Það var alveg viss passi Ragnheiður mín að þeir svöruðu hvorki tölvupósti né símtölum.
Steingerður Steinarsdóttir, 31.5.2007 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.