Svartalognið og krafturinn

horn

Það var svartalogn við Skorradalsvatnið, þar sem finna má mín nýju hvíldarheimkynni, um liðna helgi. Byrjunin á sumarhúsalífi mínu lofar góðu og ekki sakar að umhverfið í Skorradal er ægifagurt - eins og reyndar Ísland allt í viðlíka blíðviðri. Hafði reyndar heyrt það frá minni ágætu vinkonu, Inger Önnu, sem er hreinræktaður Skorradalsbúi frá fornu fari, að óvíða væri yndislegra en í Skorradalnum. Þótt ég sé vissulega sammála Inger minni, er mér næst að halda að hún hafi ekki enn upplifað vestfirskan fjallasal um jónsmessuna í því stórkostlegasta logni sem hægt er að finna hér á landi. Í Haukadal í Dýrafirði kemst maður næst almættinu þegar fjöllin standa á haus í spegilsléttum firðinum og þögnin undursamlega er aðeins rofin af söngröddum fuglanna. Mikil ósköp hlakka ég til að fara vestur í sumar og ganga á Hornstrandir með góðum vinum og anda síðan að mér orkunni frá Arnarnesinu, handan við fjörðinn. Þá verð ég aftur barn, auðmjúk og bljúg frammi fyrir svo mikilfenglegu sköpunarverki almættisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband