30.5.2007 | 15:50
Svartalognið og krafturinn
Það var svartalogn við Skorradalsvatnið, þar sem finna má mín nýju hvíldarheimkynni, um liðna helgi. Byrjunin á sumarhúsalífi mínu lofar góðu og ekki sakar að umhverfið í Skorradal er ægifagurt - eins og reyndar Ísland allt í viðlíka blíðviðri. Hafði reyndar heyrt það frá minni ágætu vinkonu, Inger Önnu, sem er hreinræktaður Skorradalsbúi frá fornu fari, að óvíða væri yndislegra en í Skorradalnum. Þótt ég sé vissulega sammála Inger minni, er mér næst að halda að hún hafi ekki enn upplifað vestfirskan fjallasal um jónsmessuna í því stórkostlegasta logni sem hægt er að finna hér á landi. Í Haukadal í Dýrafirði kemst maður næst almættinu þegar fjöllin standa á haus í spegilsléttum firðinum og þögnin undursamlega er aðeins rofin af söngröddum fuglanna. Mikil ósköp hlakka ég til að fara vestur í sumar og ganga á Hornstrandir með góðum vinum og anda síðan að mér orkunni frá Arnarnesinu, handan við fjörðinn. Þá verð ég aftur barn, auðmjúk og bljúg frammi fyrir svo mikilfenglegu sköpunarverki almættisins.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.