Forvarnahelgin liðin

Helgin einkenndist af ferðalögum og forvörnum. Á laugardaginn var ég fengin til að halda fyrirlestur um forvarnir í sumarhúsum að beiðni Félags sumarhúsaeigenda í Borgarfirði. Eftir að upplýst sumarhúsaeigendur um varnir gegn vatnstjónum, innbrotum og eldsvoða, hélt ég í sumarbústað fjölskyldunnar í Skorradal og upplifði spegilsslétt Skorradalsvatnið í sannkallaðri, kaldri sumarblíðu. Eftir eitt stykki sakamálareyfara, gönguferðir og grillveislur, hélt ég í bæinn á löglegum hraða (því miður við mismikinn fögnuð samferðarmanna á þjóðvegunum) og endaði síðan helgina á frumsýningu myndarinnar "Annað líf Ástþórs" sem fjallar um lamaðan bónda frá Rauðasandi á Barðaströnd sem lætur fötlunina ekki aftra sér við sveitastörfin. Ég er svo lánsöm að fá að nota kafla úr myndinni til sýninga á umferðarfundum VÍS en víst er að það myndefni á eftir að vekja nokkra til umhugsunar um alvarlegar afleiðingar umferðarslysanna. Góð helgi leið án þess að ég heyrði í fátæka námsmanninum í Kaupmannahöfn. Bíð og vonast eftir símtali.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband