16.5.2007 | 08:29
Börn undir stýri?
Ég get ekki stillt mig um að minnast á frétt sem ég heyrði í útvarpinu í morgun þar sem sagt var frá tveimur 17 ára stúlkum sem lentu í hörðum árekstri í Reykjavík. Það er svosem ekki í frásögur færandi að ungt fólk lendi í umferðarslysum. Hitt vakti aftur á móti athygli mín a að stúlkurnar voru fluttar á "barnadeild" Hringsins; þ.e. þær eru skilgreindar sem börn í heilbrigðiskerfinu. Þetta segir okkur að börn eru undir stýri í umferðinni því samkvæmt lögum eru fólk skilgreint sem börn fram til 18 ára aldurs. Þessar stúlkur mega aka bíl, svo hættulegt sem það er nú, en ekki kaupa áfengi eða gifta sig - hvað þá eignast bílinn sem þær aka! Er ekki eitthvað að svona reglum, þ.a. að fólk megi stjórna stórhættulegu tæki og hætta eigin lífi og limum - á barnsaldri! Sjálf hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að hækka beri ökuleyfisaldurinn í 18 ár og samræma hann þar með sjálfræðisaldrinum.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.