Fíkniefnaneysla er á undanhaldi.

Fyrir skömmu birtist frétt af rannsókn þar sem fram kom að fíkniefnaneysla, reykingar og áfengisneysla séu á undanhaldi í framhaldsskólum landsins. Það er ekki í fyrsta skipti sem vísbendingar koma fram í þá veru. Í hvert skipti sem slíkar skoðanakannanir/rannsóknir eru birtar heyrast  efasemdaraddir sem véfengja þessar niðurstöður og kannanir. Yfirleitt eru það aðilar sem eiga e.k. hagsmuna að gæta, þ.e. þeir sem bjóða uppá meðferðarstarf fyrir unga vímuefnaneytendur og eiga því allt sitt undir því að fá fjármagn til starfseminnar. Þetta er leiðinda ávani - enda eigum við að gleðjast yfir niðurstöðum sem benda til minni neyslu meðal þessa aldurshóps. Ég hef lengi haft góða tilfinningu fyrir því að vímuefnaneysla sé að minnka meðal framhaldsskólanema. Sú tilfinning er ekki byggð á vísindalegum rannsóknum - heldur reynslu minni af samskiptum við þennan aldurshóp. Í fjölda ára hef ég heimsótt framhaldsskólanema með fræðslu um umferðarslysaforvarnir og í þeim heimsóknum hef ég rætt við nemendur um þessi mál (utan dagskrár). Í þeim samskiptum fæ ég æ sterkar á tilfinninguna að þessi vondu mál séu á undanhaldi. Færri reykja framan við skólahúsnæðið, fleiri árshátíðir og uppákomur af ýmsu tagi eru án alls áfengis og tóbaks auk þess sem ég skynja breyttar áherslur hjá krökkunum, m.a. þeir að nú er líkamsrækt og hreysti í tísku og ekki "cool" að vera í einhverju bulli, eins og krakkarnir segja.

Það er sannarlega ekki uppörvandi fyrir framhaldsskólanema landsins þegar sjálfskipaðir "besservissarar" í meðferðargeiranum draga sífellt í efa þann árangur sem náðst hefur. Við eigum að fagna því sem vel er gert og sjálf hef ég tröllatrú á að tilfinning mín sé rétt; þ.e. að áfengisneysla, reykingar og önnur vímuefnaneysla sé á undanhaldi meðal framhaldsskólanema. Til hamingju með það, framhaldsskólanemar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Er þetta ekki aðallega þeir sem eru að reyna að fá aukfjárveitingar eða endurnýja samninga eins og SÁÁ. Þeim þætti nú ekki gott að ef of mikið færi að spyrjast út að neysla væri í alvarlegu undanhaldi ef hægt er að orða það svo.  Í mínu starfi sé ég eitt og annað í þessum efnum. Án þess að styðja mig við tölur þá segir tilfinningin mér að hlutirnir séu sannarlega ekki að versna. Æ fleiri unglingar tilkynna opinberlega að þeir drekki ekki og ætli sér ekki að gera það. Þeir þurfa ekki einu sinni að vera að bíða eftir að ná aldrinum. Þeir hafa einfaldlega ekki áhuga á þessum lífsstíl. En það er rétt að það er hópur ungmenna sem er í mikilli og alvarlegri neyslu. Held bara að hann sé minni en oft er gefið í skyn.

Kolbrún Baldursdóttir, 10.5.2007 kl. 11:24

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, ég held þetta sé rétt metið hjá ykkur.  Þessi landlæga villa að menn þurfi endalaust að sýna fram á "brýna þörf" til þess að fjá fjármagn er áreiðanlega ástæða þess hvernig t.d. talað er um þennan málaflokk í meðferðargeiranum. Fyrir vikið verður umræðan ómarktækari en ella væri - og það er slæmt. 

Heilbrigður metnaður og gleði yfir árangri væri mun heilbrigðari drifkraftur á þessu sviði sem öðrum. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.5.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband