Ég er orðin SPES og er stolt af því.

Minn gamli kennari við HÍ, Njörður P. Njarðvík er einn fárra kennara við HÍ sem ég held sambandi við - enda snilldarkennari og sá sem lagði grunninn að áhuga mínum á skapandi skrifum og skilningi og túlkun bókmenntatexta og ljóða. En Njörður á sér annað andlit en það sem við þekkjum best; þ.e. andlit fræðimannsins, rithöfundundarins  og háskólamannsins. Njörður er er hugsjónamaður og hefur með eldmóði sínum lyft Grettistaki í málefnum fátækra og foreldralausa barna í Tógó í Afríku. Hann stofnaði samtökin SPES á Íslandi sem hefur það markmið að bæta líf munaðarlausra barna í Tógó. Mér bauðst að gerast meðlimur í SPES og borga með bros á vör mánaðarlega upphæð sem nemur verðgildi tveggja pítsa fyrir fjölslylduna mína. Það sem einkennir SPES umfram annan sambærilegan félagsskap er sú staðreynd að ekki einni krónu af söfnunarfé SPES er eytt í kostnað. Njörður og félagar hans Í SPES greiða sjálfir allan kostað við rekstur félagsins á Íslandi, þar á meðal ferðir til Tógó, úr eigin vasa. Þetta hugsjónarstarf er ekki bara sérstakt - heldur aðdáunarvert. Ég er því stolt af því að vera SPES með Nirði, mínum góða kennara,  og mun fylgjast spennt með börnunum "mínum" í Afríku. Fyrir áhugasama, bendi ég á heimasíðu SPES sem er: www.spes.is og hvet alla til þess að styðja SPES og vera þannig beinn þátttakandi í þessu stórkostlega uppbyggingarstarfi í þágu munaðarlausta barna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband