29.4.2007 | 11:15
Hvar eru umferðarmálin?
Hverjar eru áherslur stjórnmálaflokkanna í umferðaröryggismálum? Ég hef leitað með logandi ljósi að þessum mikilvæga málaflokki í stefnuskrám stjórnmálaflokkanna en ekkert fundið annað en einhverja hálfvelgju, almennt orðaða. Umferðaröryggismál er sá málflokkur sem snertir alla þjóðina og því hefði ég viljað sjá loforð um aukið fjármagn í umferðarslysaforvarnir og skilyrðislausan forgang um tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvegar - STRAX. En því miður virðast umferðaröryggismál ekki vera sérstaklega vænleg til atkvæðaveiða. Þar virðast álver og jarðgöng vega mun þyngra. Í dag las ég umfjöllun í Fréttablaðinu um afleiðingar ölvunaraksturs fyrir 10 árum. Sláandi frásögn móður, sem missti unga dóttur sína í umferðarslysi. Ölvaður ökumaður sofnaði undir stýri með þeim skelfilegu afeiðingum að árs gamalt barn varð móðurlaust. Nú hafa viðurlög við þessum glæpum og öðrum alvarlegum umferðarglæpum, verið hert og er nú meðal annars ákvæði um haldlagningu á ökutæki viðkomandi ökuníðings. Þá hefur lögreglueftirlit stóraukist og það hefur haft afar jákvæð áhrif á umferðina. En ég lýsi eftir áherslum stjórnmálaflokkanna í umferðaröryggismálum.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta var skelfileg lesning - ætti í raun að vera skyldulesning....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 30.4.2007 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.