Að rækta garðinn sinn.

Orðtækið hefur tvöfalda merkingu eins og allir vita, þ.e. eiginlega og óeiginlega. Þótt sannarlega sé mikilvægt að rækta hinn mannlega garð, hreinsa illgresið á brott og hlúa að viðkvæmum gróðri; vökva og snyrta,  er ekki síður þörf á stórkostlegum framkvæmdum í raunverulega graðinum við Heiðvanginn. Vegna vanmáttar eigandans, hafa klippingar trjáa og önnur yndisleg vorverk orðið að bíða. Ég vona bara að mínir góðu grannar horfi ekki alltof oft ínn í garðinn minn þegar þeir viðra ferfætlingana sína, sem nóg virðist af hér í Norðurbæ Hafnarfjarðar. En fátt er svo með öllu illt:  Veikindi hafa nefnilega einn afar jákvæðan kost en hann er sá að þá eykst lestur umtalsvert. Á undanförnum vikum hefur meðallestur minn á ársgrundvelli hækkað verulega og þótt ég læsi ekki staf fram að áramótum er ég þegar búin að setja persónulegt met í lestri. Mér tókst að klára Halldór Laxness eftir Halldór Guðmundsson. Snilldarverk. Þá las ég "Skip með segl og allt" eftir vinkonu mína, Gerði Kristnýju en sú bók skilur mikið eftir sig og er afar vel skrifuð og skemmtileg; full af alls kyns táknum og vísunum. Jakobína systir mín kom með "Fávitann" sem ég ætla að lesa, en gerði hlé á því bókmenntaverki til að lesa "Karítas án titils" eftir Kristínu Marju. Sú bók er meistaraverk, vel skrifuð, skýrar og eftirminnilegar persónur, ljóslifandi atburðararás og vandvirkni einkenndi þessa stórkostlegu bók. Ég tímdi varla að lesa hana og kveið því að klára hana. Hein unun. Ég hlakka til að lesa næstu bók Kristínar Marju. Þá hef ég veriðð að lesa Skipið eftir Stefán Mána. Sannkallaður þriller en samt ofnotkun á lýsingarorðum og frasakenndum orðatiltækjum. Á náttborðinu er líka Íslandsklukkan sem ég las nú í þriðja sinn og áttaði mig á að í hvert sinn sem maður les Halldór Laxness, sér maður nýja hlið á honum og verkum hans. Nú þótti mér "Eldur í Köben" langskemmtilegust þessara þriggja bóka en áður var það Íslandsklukkan. Og hafi ég dáðst að Snæfríði Íslandssól áður, minnkaði sú aðdáun ekki við þennan lestur.

Hinn andlegi þáttur garðvinnunnar hefur því fengið að njóta sín að undanförnu fyrir utan ræktun vináttusambanda því vissulega fæst staðfesting á því hversu fjölskyldan er mikilvæg og vinirnir ómetanlegir, þegar heilsan gefur sig og maður er neyddur til að horfa á spræka nágranna sína taka til hendinni garðvinnu vorsins í góðu veðriÞá er gott að eiga annan garð til að rækta  og til þess þarf maður ekki líkamlega krafta eða stórvirkar vinnuvélar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband