Enginn veit hvað átt hefur...

Það er orðið langt síðan ég hef skrifað færslu á þessa síðu og kemur það ekki til af góðu. Ég varð fyrir því óláni að fara í meinlausa skurðaðgerð sem varð til þess að spítaladvölin mín lengdist í annan endann; þ.e. einn sólarhringur á spítala varð að nokkrum sólarhringum auk ómældra óþæginda. Ekki ætla ég að fjölyrða um veikindi mín, sem nú sér reyndar fyrir endann á. Spítaladvölin mín á St. Josepsspítalanum í Hafnarfirði varð mér mikill lærdómur og góð lífsreynsla. Hafi ég ekki vitað það áður, fékk ég staðfestingu á því hvað við Íslendingar búum við góða og örugga heilbrigðisþjónustu. Það kann að virka klisjukennt að mæra heilbrigðisstarfsfólk - en ég get ekki orða bundist: Það kom reyndar ekki á óvart að allt starfsfólk spítalans hafi unnið sitt starf af fagmennsu og metnaði; heldur sú staðreynd að mannlegur kærleikur einkenndi öll þeirra störf. Deildarlæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk vann sem einn maður að því að láta mér líða vel miðað við aðstæður. Eftir útskrift af spítalanum átti ég daglega ernidi á St. Jósepsspítalann og fékk þá afar hlýjar kveðjur og óskir um góðan bata. Eftir þessa lífsreynslu áttaði ég mig enn frekar en áður á því hversu heppin ég er að eiga kost á svona frábærri heilbrigðisþjónustu. Tímabundið heilsuleysi kallar einnig á heimspekilegar vangaveltur um lífsgildin og víst er að allir, sem einu sinni hafa upplifað mikil veikindi, átta sig á að það er ekki sjálfgefið að halda góðri heilsu. Ég er ein þeirra. Enginn eitt hvað átt hefur fyrr en misst hefur...

Nú safna ég kröftum á nú og kem tvíefld til starfa.

Knús og kossar íá St. Josepsspítalann í Hafnarfirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Forvitna blaðakonan

HVERNIG MÁ ÞAÐ VERA AÐ ÉG HEF EKKI HUGMYND UM ÞESSI VEIKINDI? ÉG ER SVO ALLDEILIS HISSA EN HVAÐ VAR AÐ RANKA MÍN, HEFÐI LITIÐ TIL ÞIN HFÐI ÉG HAFT HUGMYND UM ÞETTA; HÉLT BARA AÐ ÞÚ HAFIR VERIÐ EINA NÓTT VEGNA ÞURRKS EN SVO HAFIRÐU NÁÐ ÞÉR OG VÆRIR LÖNGU KOMIN Í VINNU. LÁTTU ÞÉR BATNA ALMENNILEGA ELSKU KELLINGIN

HEYRI FRÁ ÞÉR Á MORGUN. ÞÍN SYSTIR -BD.

Forvitna blaðakonan, 22.4.2007 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband