20.3.2007 | 16:37
Helmingur nemenda á yfir 150 km. hraða!
Í bítið í morgun ók ég áleiðis á Selfoss þar sem ég átti stefnumót við ungmenni í Fjölbrautarskólanum Selfossi. Eftir góðan umferðarfund með nýnemum skólans, hélt ég aftur af stað áleiðis í átt að Kömbun um en sá mér til skelfingar skilti þar sem á stóð að vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli væru lokaðir vegna skafrennings og ófærðar. Það var því ekki um annað að ræða en reyna að eyða tímanum á milli þess sem ég hringdi í 1777 til þess að fá nýjustu upplýsingarnar um færðina. Við þessar undarlegu aðstæður kom í ljós hvað tæknibyltingin er undursamleg. Í mínum nýja og örugga smábíl sat ég og skrifaði tölvupóst, svaraði skeytum og vann vinnuna mína, á bílaplaninu við Bónus í Hveragerði! M.ö.o: Faríminn minn er þeim eiginleikum gæddur að ég get farið inn á tölvupóstinn minn og skrifað, svarað og skoðað. Síminn minn varð mér því ómetanlegt vinnutæki við þessar óviðráðanlegu aðstæður.
Nemendur FSU voru hreint alveg frábærir. Þau voru mjög lifandi í tímanum, spurðu spurninga og komu með nytsamlegar ábendingar og athugasemdir um umferðina, vegamál, löggæslumál og fl. Það var aðeins einn skuggi á ferð minni austur fyrir fjall (fyrir utan óveðrið) en það var sú staðreynd, sem kom fram á hjá nemendum, að næstum helmingur þeirra viðurkenndi að hafa setið í bíl sem ekið var á yfir 150 km. hraða! Reyndar hef ég áður fengið þessi viðbrögð í öðrum skólum við spurningu minni um ofsaakstur en varð ekki síður hissa og vonsvikin þegar ég fékk svarið við næstu spurningu sem var hvort þau hefðu verið hrædd. Aðeins fjórar hendur fóru á loft. Mér er þó næst að halda að hinir hafi ekki þorað að viðurkenna hræðslu sína, af ótta við viðbrögð skólafélaganna.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
-
omarragnarsson
-
attilla
-
konukind
-
kolbrunb
-
eddabjo
-
annabjo
-
helgasigrun
-
olinathorv
-
rheidur
-
steingerdur
-
annagisla
-
sifjar
-
berglist
-
reynirgudjonsson
-
gudrunmagnea
-
kjarrip
-
hhk
-
loathor
-
abg
-
asabjorks
-
astar
-
gattin
-
rustikus
-
saxi
-
ellasprella
-
eythora
-
fararstjorinn
-
lucas
-
kokkurinn
-
hemba
-
nonniblogg
-
kolbrunerin
-
hjolaferd
-
larahanna
-
lillagud
-
lindagisla
-
fjola
-
stebbifr
-
sveinni
-
steinibriem
-
thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var núekki verra að drepa tímann með því að skjótast inn til systur sinnar og klappað hundspottunum hennar.
Takk Ranka mín
Forvitna blaðakonan, 21.3.2007 kl. 21:21
Sæl Ragnheiður mín....og velkomin í blogghópinn...
En mér fallast hendur þegar þú segir að aðeins fjórar hendur hafi sést á lofti...
Bergþóra Harpa Þórarisndóttir (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 15:33
Sæl aftur...ég var of fljót á mér að klikka á senda.
ENN krakkarnir halda oft á tíðum að þau eigi sér aukalíf eins og í tölvuleikjum finnst manni. Gott og vel þau viðurkenna að hafa farið á 150km hraða í bíl, en þau mega vera heppin að hafa sloppið við slys, misst stjórn á bílnum og svo framvegis. Það gæti ég ekki hugsað til enda.
Bergþóra Harpa Þórarisndóttir (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.