16.2.2007 | 16:10
Engin unglingavandamál
Eftir að hafa heimsótt fjóra framhaldsskóla undanfarið með forvarnir um umferðaröryggi er ég nánast uppnumin yfir því hvað við eigum frábær ungmenni. Þessir krakkar eru hvert öðru betra; gáfuð, hlý og yndisleg í alla staði. Undantekningarlaust fékk ég mjög gott hljóð og var athygli þeirra óskipt þann tíma sem ég stoppaði. Spurningar þeirra og athugasemdir voru skyndasmlegar og vel ígrundaðar. Því hefur aflltof oft verið haldið fram að unga fólkið í dag sé bæði ókurteist og dónalegt og mörgum er tíðrætt um hið svokallaða unglingavandamál. Ég hef heimsótt framhaldsskóla landsins undanfarin 12 ár og er alltaf að átta mig á því betur og betur hvað heimur batnandi fer hvað varðar þetta unga fólk. Agi, háttvísi og elskulegheit er það sem einkennir yfirgnægandi meirihluta þeirra ungmenna sem ég hitti reglulega og hefur þetta farið batnandi undanfarin ár. Reykingar eru á undanhaldi meðal framhaldsskólanema (það sé ég af fjölda þeirra sem standa út undir skólavegg, reykjandi) því þeir eru æ færri með hverju árinu. Þá hefur VÍS styrkt nemendasfélög skólanna og því fylgt með útfáfustarfsemi þeirra, m.a. skólablöðunum. Þar eru iðulega ljósmyndir af ýmsum uppákomum og dáist ég að því öfluga félagslífi sem er í skólunum. Þótt vissulega séu svartir sauðir til meðal nemenda, er alveg víst að þeim fer fækkandi og mér er næst að halda að áfengis- og vímuefnanaysla sé einnig að minnka verulega meðal þessa hóps. Ég er sannarlega stolt af því að fá tækifæri til að móta skoðanir þessara krakka á umferðinni og er sannfærð um að þau taka þessa fræðslu alvarlega og tileinka sér það sem fram fer á umferðarfundum VÍS. Besti vitnisburðurinn um það eru þau fjölmörgu ungmenni sem stoppa mig af og til í Kringlunni, eða annars staðar þar sem ég er á ferð, og segja mér að boðskapurinn hafi haft mikil áhrif á þau sem ökumenn. Það þykir mér afar vænt um og vegur meira en allt annað.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er bara ekki eins töff að reykja í dag eins og það var í den tid. Í dag er það talið kostur að reykja ekki og finnst mér bara gott að skemmtistaðir séu að fara að banna reykingar á skemmtistöðum.
Annars finnst mér fáránlega gott að besta mamman sé farin að blogga. Bara gaman að heyra hvað þú ert að gera til að gera heimin(allavega Ísland) að betri stað!
Jökull Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.