1.2.2007 | 13:13
Frábærir nemendur í Versló
Í gær var forvarnadagur í Versló. Ég fór, ásamt Reyni Guðjónssyni, forvarnafulltrúa hjá VÍS, og Benna Kalla, sem er mikið fatlaður eftir mótorhjólaslys á Akranesi fyrir 15 árum, og héldum fund með nemendum. Það var áhrifaríkt að heyra frásögn Benna Kalla sem varð tíðrætt um töffaraímyndina og hvað eitt vanhugsað augnablik getur breytt miklu í lífi ungmenna. Hann ók á ríflega 200 km. hraða á kraftmiklu mótorhjóli og hentist út í sjávarvarnargarð og braut við það fjölmörg bein í líkamanum, missti annan fótinn og fl. Hann er öryrki í dag. Benni gerði sér lítið fyrir og gyrti niður um sig, tók af sér fótinn og sýndi viðstöddum stúfinn. Frásögn Benna hafði mikil áhrif á ungmennin í Versló og í kjölfarið spunnust líflegar og skynsamlegar umræður um nýjar reglur sem von taka gildi í vor sem kveða m.a. á um takmörkun vélastærðar í ökutækjum ungra ökumanna, leyfilegar farþegafjölda á tilfeknum tímum sólarhrings og fl. Í ljós kom að krakkarnir höfðu miklar skoðanir á þessum breytingum og var aðdáunarvert hversu skynsöm, rökföst og málefnaleg þau voru. Þessir tveir hópar, 40-60 manns í hvort sinn, voru sérstaklega prúð og yndisleg og skóla sínum til mikils sóma. Benni Kalli sagði meira en þúsund varnaðarorð um þær afleiðingar sem ofsaakstur getur haft í för með sér.´
Undanfarin ár hef ég farið árlega í nánast alla framhaldsskóla landsins með umferðarslysavorvarnir og eftir þá reynslu leyfi ég mér að fullyrða að ungmenni þessa lands eru í yfirgnæfandi meirihluta til mikillar fyrirmyndar.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
-
omarragnarsson
-
attilla
-
konukind
-
kolbrunb
-
eddabjo
-
annabjo
-
helgasigrun
-
olinathorv
-
rheidur
-
steingerdur
-
annagisla
-
sifjar
-
berglist
-
reynirgudjonsson
-
gudrunmagnea
-
kjarrip
-
hhk
-
loathor
-
abg
-
asabjorks
-
astar
-
gattin
-
rustikus
-
saxi
-
ellasprella
-
eythora
-
fararstjorinn
-
lucas
-
kokkurinn
-
hemba
-
nonniblogg
-
kolbrunerin
-
hjolaferd
-
larahanna
-
lillagud
-
lindagisla
-
fjola
-
stebbifr
-
sveinni
-
steinibriem
-
thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.