10.2.2010 | 15:44
Þegar einar dyr lokast...
Dagur þrettán í atvinnuleysinu rann upp í morgun. Frá því ég gekk út um dyrnar á þriðja vinnustaðnum í lífi mínu í síðasta sinn, hefur verið nóg að gera hjá mér. Líklega hef ég trassað margt persónulegt á þessum árum mínum sem ég starfaði hjá VÍS. Nú er ég búin að láta klippa mig, taka saman dósir í poka sem ég gaf handboltastelpum í Hafnarfirði, prjóna sokka og baka brauð. Þar fyrir utan hef ég heimsótt móður mína, fársjúka, á Landsspítalann næstum daglega, farið í ræktina og....og ....
Annars er það dálítið undarleg lífsreynsla að vera án atvinnu. Vinir og fyrrum samstarfsmenn hringja reglulega með samúðartón í röddinni og spyrja mig ofur varlega hvernig ég hafi það; rétt eins og ég hafi misst ástvin. Þegar þeir hinir sömu heyra að ég er vel haldin á kafi í ýmsum verkefnum og undirbúningi (sem ég er ekkert að hafa hátt um - enda leyndarmál ennþá) þá hvá menn og spyrja: "Er það? Líður þér bara vel?"
Þetta er eins og þegar maður var svikinn í ástum á unglingsárunum og allir sögðu: "Það eru fleiri fiskar í sjónum," nema hvað núna er sagt: "Þú verður að líta á þetta sem tækifæri, Ragnheiður mín. Þegar einar dyr lokast - opnast bara aðrar." Vel meint, en virkar ekki vel á þann sem er með óljósa framtíð.
Annars ætla ég ekki gráta Björn bónda (VÍS hefur lengi verið Framsóknarfyrirtæki) heldur safna liði og berjast með þeim vopnum sem ég kann á og get beitt vel og fimlega. Meira síðar.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.