8.2.2007 | 14:10
Ber enginn ábyrgð?
Það er ótrúlegt til þess að vita að enginn skuli axla ábyrgð vegna hinna miklu hörmunga sem uppvísar hafa verið vegna handvammar stjórnvalda. "Ekki benda á mig," segja þeir hver af öðrum, ráðherrarnir og hnussa er afsögn úr embætti er orðuð. Það er sem mig minni að sænskur, frekar en nosrkur, ráðherra hafi þurft að taka pokann sinn þegar hann varð uppvís að því að hringja langlínusímtöl á kostnað ríkisins - nema það hafi verið vegna þess að ráðherrann keypti soðningu til heimilisins út á kerditkort ráðuneytisins í misgripum. Brotið var í öllu falli ekki merkilegt miðað við þá stórfelldu vanrækslu sem íslensk stjórnvöld hafa gerst sek um undanfarin ár og á árum áður, sbr. Byrgis- og Breiðavíkurmálin. Hér á landi komast ráðherrar upp með hvers konar vanrækslu og misnotkun á opinberu fjármagni og sitja sem fastast.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2007 | 10:23
Bílaaugýsingar á villigötum
Mér er farið að ofbjóða þær áherslur sem bílaframleiðendur setja fram í auglýsingum sínum til þess að selja framleiðslu sína. Nær allar ganga þessar auglýsingar út á hraða, spennu og e.k. toffaraskap. Við sjáum bíla hendast í loftköstum, þeim er ekið á miklum hraða um fjöruborð þannig að sjórinn skvettist í allar áttir, þeri þeysast í loftköstum um vegi og vegleysur og nýjasta auglýsingin sýnir bíl sem ekið er á mikilli ferð inn á íshokkívöll og er hemlað snögglega framan við íshokkímanninn! Hvaða skilaboð er verið að senda út til ökumanna? Ég get ekki betur séð en þarna sé verið að upphefja hraðann og töffheitin við það að aka bíl. Ef hraðinn er ekki í aðalhlutverki, þá eru léttklædar konur notaðar í sama tilfgengi, þ.e. að sýna hvað bíllinn er æðislegur. Þetta eru kolröng skilaboð á sama tíma og verið er að berjast við að uppræta ofsakstur og misnotkun á kraftmiklum ökutækjum en varla þarf að minna á skelfilegar afleiðingar þess undanfarin misseri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2007 | 13:57
Börn á vélknúnum ökutækjum
Enginn má stjórna bifreið eða bifhjóli, nema hann hafi til þess gilt ökuskírteini, sem lögreglustjóri gefur út 48. gr. Umf.l.) Enginn má stjórna léttu bifhjóli, nema hann hafi gilt ökuskírteini til þess eða mega stjórna bifhjóli. Ökuskírteini til að mega stjórna léttu bifhjóli má eigi veita veita þeim, sem er yngri en 15 ára, enda hafi hann áður fengið tilskilda ökukennslu. Enginn ma stjórna torfærutæki nema hann hafi gilt ökuskírteini til þess eða ökusírteini til að mega stjórna öðru vélknúnu ökutæki. (55. gr. Umf.l.). Áður en bifreið, bifhjól, torfærutæki eða dráttarvél er tekin í notkun, skal ökutækið skráð og skráningarmerki sett á það.(63. gr. Umf.l.)
Í þeim lagagreinum sem vitnað er í hér að ofan, er skýrt kveðið á um að öll bifhjól, vélhjól og torfærutæki, séu skráningarskyld (og þar með tryggingaskyld) auk þess sem krafist er ökuréttinda til þess að mega aka þeim. Lögreglustjórar hafa heimild til að víkja frá þessum reglum þegar um æfingar eða keppni í akstursíþróttum er að ræða. Þá er einungis heimilt að nota óskráð tæki, án ökuréttinda, á sérstökum svæðum undir eftirliti og leyfi frá lögreglustjórum. Í slíkum tilfellum mega börn eldri en 12 ára taka þátt með leyfi foreldra.
Aldrei er heimilt að aka vélknúnu ökutæki án skráningarmerkja eða ökuréttinda, nema í þessum undantekningartilfellum.
Svo virðist sem margir fari á svig við þessar reglur, ýmist vísvitandi eða vegna misskilnings. Margir halda að börn og unglingar megi aka þessum tækjum, án ökuréttinda og á hjólum sem ekki hafa verið skráð eða tryggð. Þess eru mörg dæmi að fullorðið fólk kaupi torfæruhjól og gefi börnum sínum. Hér á landi er hægt að kaupa vélknúin ökutæki fyrir börn allt niður í 4 ára; tæki sem eru 50 cc og geta komist á allt að 40 km. hraða á klukkukstund.
Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu eru öll vélknúin ökutæki, sem fara hraðar en 15 km. á klukkustund, skráningarskyld. Þó virðist það vera staðreynd að hægt sé að kaupa þessi litlu hjól án þess að til komi skráning og trygging. Samkvæmt reglugerð um skráningu ökutækja skal eigandi ökutækis og innflytjandi/söluaðili bera ábyrgð á því að ökutækið sé skráð. Á því virðist mikill misbrestur. Fólk kemst upp með að fara í kringum lögin með því að fullyrða að ekkert banni þeim að kaupa tækið. Önnur saga sé hvort það verði nokkurn tímann notað. Allir vita að þetta er hártogun enda ljóst að tækin fara í notkun um leið og heim er komið. Það er hugsanlega löglegt að fá afhent óskráð hjól og nota það án ökuréttinda og skráninganúmera í æfingum og keppnum undri merkjum aðildarfélags LÍA og með eftirliti og leyfi lögreglunnar. Það er þó fjarri lagi að svo sé í öllum tilfellum. Reyndar er það frekar undantekning en regla. Reyndin er sú að börn og unglingar aka á þessum tækjum að heiman frá sér og út fyrir þéttbýli, eftir göngu- og reiðstígum og nota þau nánast eftir eigin geðþótta. Það er með öllu ólöglegt og ættu foreldrar og forráðamenn barna og unglinga að átta sig á því áður en fest er kaup á slíku tæki fyrir barnið. Undir engum kringumstæðum má aka óskráðum og ótryggðum vélknúnum ökutækjum til og frá æfinga/keppnisstað. Það þarf alltaf að flytja tækin á kerru til og frá löglegum notkunarstað.
Það hefur varla farið framhjá mörgum öll sú umferð áskráðra og ótryggðra torfæruhjóla sem raun ber vitni. Í fletum tilfellum eru ökumenn þeirra réttindalausir að auki. Svo virðist sem erfitt sé að uppræta þennan ólöglega og hættulega akstur – enda fara þessi tæki oftast um svæði þar sem erfitt er að veita þeim eftirför. Því fylgja svo oft miklar gróðurskemmdir og önnur umhverfisspjöll.
Foreldrar og aðrir forráðamenn barna og unglinga eru eindregið hvattir til að kynna sér reglur um notkun þessara tækja – bæði hvað varðar ökuréttindi, skráningu og tryggingamál. Seljendur tækjanna þurfa einnig að sýna meiri ábyrgð og veita réttar upplýsingar svo enginn þurfi að velkjast í vafa. Lögregluyfirvöld mættu einnig taka sig verulega á í þessum efnum og mættu t.d. stöðva öll hjól sem ekið er frá Sandskeiði í átt að Reykjavík, eftir reiðstígunum. Það kæmi ýmislegt misjafnt í ljós við nánari skoðun á skráningu hjólanna og aldri þeirra sem aka þeim. Við skulum ekki bíða eftir stórslysum á réttindalausum og ótryggðum börnum og unglingum á stórhættulegum farartækjum. Ástandið núna er eins og tifandi tímasprengja.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2007 | 13:13
Frábærir nemendur í Versló
Í gær var forvarnadagur í Versló. Ég fór, ásamt Reyni Guðjónssyni, forvarnafulltrúa hjá VÍS, og Benna Kalla, sem er mikið fatlaður eftir mótorhjólaslys á Akranesi fyrir 15 árum, og héldum fund með nemendum. Það var áhrifaríkt að heyra frásögn Benna Kalla sem varð tíðrætt um töffaraímyndina og hvað eitt vanhugsað augnablik getur breytt miklu í lífi ungmenna. Hann ók á ríflega 200 km. hraða á kraftmiklu mótorhjóli og hentist út í sjávarvarnargarð og braut við það fjölmörg bein í líkamanum, missti annan fótinn og fl. Hann er öryrki í dag. Benni gerði sér lítið fyrir og gyrti niður um sig, tók af sér fótinn og sýndi viðstöddum stúfinn. Frásögn Benna hafði mikil áhrif á ungmennin í Versló og í kjölfarið spunnust líflegar og skynsamlegar umræður um nýjar reglur sem von taka gildi í vor sem kveða m.a. á um takmörkun vélastærðar í ökutækjum ungra ökumanna, leyfilegar farþegafjölda á tilfeknum tímum sólarhrings og fl. Í ljós kom að krakkarnir höfðu miklar skoðanir á þessum breytingum og var aðdáunarvert hversu skynsöm, rökföst og málefnaleg þau voru. Þessir tveir hópar, 40-60 manns í hvort sinn, voru sérstaklega prúð og yndisleg og skóla sínum til mikils sóma. Benni Kalli sagði meira en þúsund varnaðarorð um þær afleiðingar sem ofsaakstur getur haft í för með sér.´
Undanfarin ár hef ég farið árlega í nánast alla framhaldsskóla landsins með umferðarslysavorvarnir og eftir þá reynslu leyfi ég mér að fullyrða að ungmenni þessa lands eru í yfirgnæfandi meirihluta til mikillar fyrirmyndar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
-
omarragnarsson
-
attilla
-
konukind
-
kolbrunb
-
eddabjo
-
annabjo
-
helgasigrun
-
olinathorv
-
rheidur
-
steingerdur
-
annagisla
-
sifjar
-
berglist
-
reynirgudjonsson
-
gudrunmagnea
-
kjarrip
-
hhk
-
loathor
-
abg
-
asabjorks
-
astar
-
gattin
-
rustikus
-
saxi
-
ellasprella
-
eythora
-
fararstjorinn
-
lucas
-
kokkurinn
-
hemba
-
nonniblogg
-
kolbrunerin
-
hjolaferd
-
larahanna
-
lillagud
-
lindagisla
-
fjola
-
stebbifr
-
sveinni
-
steinibriem
-
thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar