Farin af stað - ekki eftir neinu að bíða!

Í dag setti ég af stað nýja vefsíðu www.greinaskrif.is þar sem ég býð upp á ritþjónustu. Ég hef lengi vitað af eftirspurn eftir góðum pennum sem taka að sér að skrifa texta fyrir aðra sem ekki kunna, eða þora, að beita honum. Flestir kannast við þá tilfinningu að vilja viðra skoðanir sínar en hafa ekki þor eða getu til þess að koma þeim í orð. Þetta á við marga sem vilja skrifa minningargrein, afmælisgrein, kvörtunarbréf, skýrslu af einhverju taki eða bara venjulega blaðagrein til birtingar í dagblaði.

Þá eru þeir margir sem hafa sett niður texta á blað en þora ekki að sýna öðrum - hvað þá birta hann opinberlega. Í áranna rás hef ég skrifað, eða leiðrétt ótal texta fyrir aðra. Ég hef einnig yfirfarið fjölda skólaritgerða; prófarkalesið og lagað málfarslega, séð um umbrot og frágang.

"Er þetta ekki þjónusta sem vantar?" hugsaði ég með mér, fljótlega eftir að ég varð atvinnulaus. Hver veit. Ég einhenti mér í að skrifa heimasíðu með vinkonu minni og lét vaða.

Nú er bara að sjá hvort eftirspurn skapast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Ragnheiður Ólafía !

Fagna þessu framtaki þínu; og mun héreftir benda reikulum - sem illa skrifandi sálum á, að leita til þín, sem brýna þörf hafa fyrir, að tjá sig samt, að nokkru.

Ég þekki til; nokkurra uppburðarlítilla, sem þörfina hafa, burtséð; frá brýnni erindum, til þess að koma hugsunum sínum til leturs.

Með beztu kveðjum; sem jafnan - úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband