Hætt hjá VÍS

Það er orðið nokkuð um liðið frá því ég skrifaði færslu á þessa síðu en nú tek ég upp þráðinn þarf sem frá var horfið. Straumhvörf hafa orðið í lífi mínu. Mér var fyrirvaralaust sagt upp starfi mínu sem forvarnafulltrúi hjá VÍS. Þar hafði ég starfað í tæp sextán ár. Ástæðan er sögð vera samstarfsörðugleikar.

Það kann að vera skilgreining einhverra en reyndin er sú að frá því nýir stjórnendur komu að forvarnamálum félagsins var smám saman dregið úr forvörnum félagsins auk þess sem valdssvið mitt varð að lokum ekkert. Í þessi rúmlega sextán ár hef ég verið vakin og sofin í þessu starfi og varla gert greinarmun á manneskjunni Ragnheiði Davíðsdóttur og forvarnafulltrúa VÍS, enda var mér margsinnis bent á af yfirstjórn VÍS að nafn mitt og félagsins væri samtengt. Þar af leiddi að ég gat ekki tjáð skoðanir mínar á hinum ýmsu málefnum opinberlega auk þess sem mér var tjáð að það passaði ekki að forvarnafulltrúi VÍS væri að taka þátt í pólitísku starfi. Tvisvar á þessu tímabili bauðst mér að taka sæti á framboðslista en varð í bæði skiptin að afþakka af fyrrgreindum ástæðum.

Mér er sárt um forvarnastarf VÍS og vildi halda áfram á þeim mannlegu nótum umhyggju og velferðar sem forvarnastarfið hefur einkennst hjá félaginu. Fyrir því var ekki hljómgrunnur og það gat ég ekki sætt mig við. Ég er mikil keppnismanneskja og vildi halda áfram að vera fremst meðal jafningja á sviði forvarna tryggingarfélaga. Þá skoðun lét í ég ljós - enda ekki verið þekkt af öðru en að vera hreinskiptin í samskiptum við fólk. Ég barðist eins og ljón fyrir að fá að halda áfram að stýra forvarnastarfi VÍS á þeim nótum sem ég hef gert með góðum árangri í bráðum 16 ár. Á það var ekki hlustað og því fór sem fór.

Ég sakna ekki forvarnastarfs VÍS eins og það var orðið þegar mér var sagt upp. Ég hefði ekki viljað vera í forsvari og þurfa að svara fyrir þá forvarnastefnu sem þar er rekin núna. Til þess hef ég of mikinn metnað.

Árin mín hjá VÍS voru vissulega skemmtileg og lærdómsrík og þá sérstaklega fyrstu 13 árin þegar mínir vinnuveitendur gáfu mér frelsi og treystu mér til að vinna að forvörnum á þeim nótum sem þjóðin þekkir. Það var dásamlegur tími. Umferðarslysum meðal ungmenna hefur fækkað á þessum tíma og er ég sannfærð um að forvarnastarf VÍS í framhaldsskólum sé þar mikill áhrifavaldur. Ég hef kynnst þúsundum ungmenna á ferli  mínum   og yndislegum,  kennurum. Það fólk hefur kennt mér margt.

Ég fer frá VÍS upprétt og stolt af því starfi sem ég hef unnið þessi rúmlega 15 ár. Ég sakna vissulega dásamlegra vinnufélaga en er þó fráleitt að skilja við þá alla, þótt ég skilji við VÍS.

Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér og það veit ég ekki heldur. Ég er þó fráleitt af baki dottin og mun án efa skipta mér eitthvað að forvarna- og öryggismálum, þótt á öðrum vettvangi verði. Svo kær er mér málaflokkurinn, sem jafnframt er eitt af mínum helstu áhugamálum, að ég get ekki sagt skilið við hann. Ég vona að ég geti hrint þeim hugmyndum, sem ekki hlutu hljómgrunn hjá VÍS, í framkvæmd.

VÍS óska ég velfarnaðar og öllu því góða og metnaðarfulla fólki sem þar starfar og hefur umhyggju og áreiðanleika að leiðarljósi í starfi sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það er ástæða til að þakka þér fyrir þitt góða starf .

Ragnheiður , 8.2.2010 kl. 14:43

2 identicon

Heil og sæl; Ragnheiður Ólafía !

Um leið; og ég vil taka undir, með henni nöfnu þinni, hér að ofan, má þeim VÍSurum ljóst verða, að þarna hafa þeir unnið forvörnum, á alla lands vísu, hinn mesta skaða.

Það; skulu Kínverjar hafa, umfram Íslendinga, sem marga annarra - að aldur; sem og ekki síður reynsla, er mjög í hávegum höfð, þar eystra.

Megi þér; vel farnast, á komandi tímum, og hygg ég þig; jafn röggsama, og þú hefir reynst, alla tíð vera, ekki lengi, verkefna lausa verða, ágæta Ragnheiður.

Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 14:50

3 identicon

Sæl Ragnheiður

Þetta er ekkert nýtt að góðir kraftar fái að fjúka ef þeir hafa staðið sig vel og verðir nokkur sjálfstæðir en þegar nýir vendir setjast efst á pýramídann má ekkert skyggja á sólina sem skín skært á þá.

Ég hefði nú vara sett þig strax yfir Umferðarstofu og moka út úr fjósinu þar þannig að sú stofnun stæði undir nafni en því miður ég ræð því bara ekki enn he he

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 17:17

4 identicon

Mín kæra vinkona mundu bara að orkuboltar þurfa líka að slaka á til að hlaða geyminn, orð þín í dag gáfu mér aukna orku, hún einhvern vegin streymir af þér. Vona bara að ég hafi ekki sogað neitt frá þér, sem ekki vinnst fljótt aftur.

Sjáumst 

(IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 19:58

5 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Ó nei, Silla mín. Mér þótti gott að spjalla við þig í dag en sá samt að þér líður ekki sem best. Þú þarft líka að slaka á og treysta almættinu betur. Þetta fer allt saman vel. VIð skulum hittast aftur áður en þú ferð austur.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 8.2.2010 kl. 20:15

6 identicon

Endilega gerum það

(IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 22:30

7 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Ragnheiður, Óskar og minn fyrrum vinnufélagi, Þór: Ég þakka ykkur hlý orð. Þau eru mér mikils virði.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 8.2.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 37472

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband